Að kyssa eða ekki kyssa? Viktoría Hermannsdóttir skrifar 4. febrúar 2015 07:00 Í því góða og oftast vinalega landi sem við búum í, þar sem reglur og viðmið eru í hávegum höfð, hefur alveg gleymst að ræða eitt. Og það eru kossavenjur landans. Það hefur algjörlega farist fyrir að skapa almennt regluverk fyrir kossa. „Kossa?“ Kann einhver að spyrja og já, þá á ég ekki við eldheit ástaratlot para (sem fólk ætti bara að stunda heima hjá sér, það er ekkert meira óþolandi en fólk sem er alltaf í sleik á almannafæri, en þetta var útúrdúr), heldur það þegar fólk heilsar manni með koss á kinn. Ég held að þessi siður, það er að heilsa fólki með koss á kinn, sé tiltölulega ungur hér á landi og kann það að skýra að einhverju leyti ólíkar aðferðir fólks til iðkunar hans. Eftir því sem ég kemst næst þá eru engar tilteknar reglur um það hvernig þessi athöfn á að fara fram og þetta er oft uppspretta afar vandræðalegra augnablika. „Kyssa eða ekki kyssa?“ er nefnilega spurning sem fólk lendir í, í alltof mörgum aðstæðum. Hver kannast ekki við það að einhver kunningi kemur á móti þér og gerir sig líklegan til þess að kyssa þig á kinn. Jú, gott og vel. Þú kyssir á móti til að vera kurteis en alltof oft lendir maður í því að kyssa eyrað eða hárið á einhverjum í vandræðagangi af því að aðilinn kyssir ekki heldur leggur vanga við vanga. Og svo öfugt. Sumir kyssa líka báða vanga og stundum oftar en tvisvar. Það er algjörlega ómögulegt að vita hvenær fólk tekur upp á þessu því að aðferðirnar eru svo misjafnar. Í löndum eins og Frakklandi eru til óskráðar reglur um þessar kossavenjur sem geta verið misjafnar eftir landshlutum. Hér á landi er ekkert kerfi til og því engin leið að vita hvernig á að bera sig að. Hvernigværi nú að við myndum sameinast sem þjóð í að útrýma óþarfa vandræðalegum eyrnakossum og finnum á þessu lausn. Hvernig væri að gefa bara gott knús í staðinn? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viktoría Hermannsdóttir Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun
Í því góða og oftast vinalega landi sem við búum í, þar sem reglur og viðmið eru í hávegum höfð, hefur alveg gleymst að ræða eitt. Og það eru kossavenjur landans. Það hefur algjörlega farist fyrir að skapa almennt regluverk fyrir kossa. „Kossa?“ Kann einhver að spyrja og já, þá á ég ekki við eldheit ástaratlot para (sem fólk ætti bara að stunda heima hjá sér, það er ekkert meira óþolandi en fólk sem er alltaf í sleik á almannafæri, en þetta var útúrdúr), heldur það þegar fólk heilsar manni með koss á kinn. Ég held að þessi siður, það er að heilsa fólki með koss á kinn, sé tiltölulega ungur hér á landi og kann það að skýra að einhverju leyti ólíkar aðferðir fólks til iðkunar hans. Eftir því sem ég kemst næst þá eru engar tilteknar reglur um það hvernig þessi athöfn á að fara fram og þetta er oft uppspretta afar vandræðalegra augnablika. „Kyssa eða ekki kyssa?“ er nefnilega spurning sem fólk lendir í, í alltof mörgum aðstæðum. Hver kannast ekki við það að einhver kunningi kemur á móti þér og gerir sig líklegan til þess að kyssa þig á kinn. Jú, gott og vel. Þú kyssir á móti til að vera kurteis en alltof oft lendir maður í því að kyssa eyrað eða hárið á einhverjum í vandræðagangi af því að aðilinn kyssir ekki heldur leggur vanga við vanga. Og svo öfugt. Sumir kyssa líka báða vanga og stundum oftar en tvisvar. Það er algjörlega ómögulegt að vita hvenær fólk tekur upp á þessu því að aðferðirnar eru svo misjafnar. Í löndum eins og Frakklandi eru til óskráðar reglur um þessar kossavenjur sem geta verið misjafnar eftir landshlutum. Hér á landi er ekkert kerfi til og því engin leið að vita hvernig á að bera sig að. Hvernigværi nú að við myndum sameinast sem þjóð í að útrýma óþarfa vandræðalegum eyrnakossum og finnum á þessu lausn. Hvernig væri að gefa bara gott knús í staðinn?
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun