Ísland snýr aftur á Wacken Freyr Bjarnason skrifar 28. janúar 2015 10:00 Sigurvegari íslensku hljómsveitakeppninnar 2013, Ophidian I, á sviðinu á Wacken. Opnað hefur verið fyrir skráningu í hljómsveitakeppnina Wacken Metal Battle 2015. Á hverju ári stendur Wacken fyrir hljómsveitakeppninni Metal Battle og verður hún haldin í sjötta sinn á Íslandi í ár. Sex sveitir keppa um stóra hnossið: Að komast á tónlistarhátíðina Wacken Open Air í Þýskalandi og taka þátt í lokakeppni Wacken Metal Battle. Ísland snýr aftur í keppnina eftir árs pásu en á síðasta ári komust íslenskir þungarokkarar ekki að. Einungis var pláss fyrir 30 þjóðir í lokakeppninni en um 40 þjóðir eru í pottinum. „Það er rosalega gaman að taka aftur þátt því þetta er skemmtileg hátíð,“ segir skipuleggjandinn, Þorsteinn Kolbeinsson. „Það voru margir sem spurðu mig í fyrra af hverju keppnin hefði ekki verið haldin hér heima, þannig að það eru örugglega mjög margir spenntir núna.“ Sérstök dómnefnd, skipuð bæði innlendum og erlendum dómurum, sér um að velja sigurvegarann hér á landi og eins og áður verður fjölda erlendra gesta; blaðamönnum og tónlistarfólki, boðið til landsins. Auk þess hafa áhorfendur atkvæðisrétt og geta valið sínar uppáhaldssveitir. Hægt er að skrá sig í keppnina með því að senda kynningarpakka á netfangið thorokol@ gmail.com. Reglur keppninnar má finna á Metal-battle.com. Umsóknarfrestur er til og með 15. febrúar. Tónlist Mest lesið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning Terry Reid látinn Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Opnað hefur verið fyrir skráningu í hljómsveitakeppnina Wacken Metal Battle 2015. Á hverju ári stendur Wacken fyrir hljómsveitakeppninni Metal Battle og verður hún haldin í sjötta sinn á Íslandi í ár. Sex sveitir keppa um stóra hnossið: Að komast á tónlistarhátíðina Wacken Open Air í Þýskalandi og taka þátt í lokakeppni Wacken Metal Battle. Ísland snýr aftur í keppnina eftir árs pásu en á síðasta ári komust íslenskir þungarokkarar ekki að. Einungis var pláss fyrir 30 þjóðir í lokakeppninni en um 40 þjóðir eru í pottinum. „Það er rosalega gaman að taka aftur þátt því þetta er skemmtileg hátíð,“ segir skipuleggjandinn, Þorsteinn Kolbeinsson. „Það voru margir sem spurðu mig í fyrra af hverju keppnin hefði ekki verið haldin hér heima, þannig að það eru örugglega mjög margir spenntir núna.“ Sérstök dómnefnd, skipuð bæði innlendum og erlendum dómurum, sér um að velja sigurvegarann hér á landi og eins og áður verður fjölda erlendra gesta; blaðamönnum og tónlistarfólki, boðið til landsins. Auk þess hafa áhorfendur atkvæðisrétt og geta valið sínar uppáhaldssveitir. Hægt er að skrá sig í keppnina með því að senda kynningarpakka á netfangið thorokol@ gmail.com. Reglur keppninnar má finna á Metal-battle.com. Umsóknarfrestur er til og með 15. febrúar.
Tónlist Mest lesið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning Terry Reid látinn Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira