Vildu ekki hugmyndir Lucas um Star Wars 22. janúar 2015 13:00 Öllum hugmyndum Lucas varðandi nýju Star Wars-myndina var ýtt út af borðinu. Vísir/Getty Leikstjórinn George Lucas, höfundur Star Wars, segir að öllum hugmyndum sínum fyrir nýju Star Wars-myndina hafi verið ýtt út af borðinu af fyrirtækinu Disney. Um hugmyndir sínar fyrir Star Wars VII. sagði hann í viðtali við vefsíðuna Cinemablend: „Varðandi þær sem ég seldi Disney-mönnum komust þeir að þeirri niðurstöðu að þeir vildu þær eiginlega ekki. Í staðinn fengu þeir sínar eigin hugmyndir. Þannig að þetta eru ekki hugmyndirnar sem ég skrifaði upphaflega [fyrir Star Wars: The Force Awakens],“ sagði Lucas, sem vildi leikstýra myndinni áður en Disney eignaðist fyrirtæki hans Lucasfilms árið 2012. Leikstjórinn vildi ekki fara út í smáatriði varðandi hvaða hugmyndir hans þóttu ekki nothæfar. Ljóst er að J. J. Abrams, leikstjóri Star Wars: The Force Awakens, ákvað að fara með kvikmyndabálkinn í allt aðra átt en síðustu þrjár Star Wars-myndir Lucas þar sem tölvubrellur fengu að njóta sín. Lucas hlakkar mikið til að sjá nýju myndina sem aðdáandi. „Það eina sem ég sé eftir varðandi Star Wars er að ég gat aldrei séð hana. Ég heillaðist ekki upp úr skónum í bíó þegar geimskipið fór yfir tjaldið. Ég get notið næstu myndar eins og hver annar.“ Sjálfur framleiðir Lucas teiknimyndina og fantasíuna Strange Magic sem verður gefin út vestanhafs á morgun. Hún er byggð á sögu eftir Lucas sem er undir áhrifum frá verkinu A Midsummernight's Dream eftir William Shakespeare. Bíó og sjónvarp Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Leikstjórinn George Lucas, höfundur Star Wars, segir að öllum hugmyndum sínum fyrir nýju Star Wars-myndina hafi verið ýtt út af borðinu af fyrirtækinu Disney. Um hugmyndir sínar fyrir Star Wars VII. sagði hann í viðtali við vefsíðuna Cinemablend: „Varðandi þær sem ég seldi Disney-mönnum komust þeir að þeirri niðurstöðu að þeir vildu þær eiginlega ekki. Í staðinn fengu þeir sínar eigin hugmyndir. Þannig að þetta eru ekki hugmyndirnar sem ég skrifaði upphaflega [fyrir Star Wars: The Force Awakens],“ sagði Lucas, sem vildi leikstýra myndinni áður en Disney eignaðist fyrirtæki hans Lucasfilms árið 2012. Leikstjórinn vildi ekki fara út í smáatriði varðandi hvaða hugmyndir hans þóttu ekki nothæfar. Ljóst er að J. J. Abrams, leikstjóri Star Wars: The Force Awakens, ákvað að fara með kvikmyndabálkinn í allt aðra átt en síðustu þrjár Star Wars-myndir Lucas þar sem tölvubrellur fengu að njóta sín. Lucas hlakkar mikið til að sjá nýju myndina sem aðdáandi. „Það eina sem ég sé eftir varðandi Star Wars er að ég gat aldrei séð hana. Ég heillaðist ekki upp úr skónum í bíó þegar geimskipið fór yfir tjaldið. Ég get notið næstu myndar eins og hver annar.“ Sjálfur framleiðir Lucas teiknimyndina og fantasíuna Strange Magic sem verður gefin út vestanhafs á morgun. Hún er byggð á sögu eftir Lucas sem er undir áhrifum frá verkinu A Midsummernight's Dream eftir William Shakespeare.
Bíó og sjónvarp Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein