Madonna og AC/DC spila á Grammy 16. janúar 2015 10:30 Madonna ætlar að stíga á svið á Grammy-hátíðinni og væntanlega trylla salinn. Vísir/Getty Tilkynnt hefur verið að Madonna, AC/DC, Ariana Grande, Ed Sheeran og Eric Church muni spila á Grammy-verðlaunahátíðinni sem verður haldin í 57. sinn í Los Angeles í 8. febrúar. Þetta verður í fyrsta sinn sem rokkgoðsagnirnar í AC/DC stíga á svið í bandarískri sjónvarpsútsendingu í meira en fjórtán ár. Þetta verður jafnframt í fyrsta sinn sem hljómsveitin spilar á Grammy-hátíðinni . Í þetta sinn verður hún án gítarleikarans og stofnmeðlimsins Malcolms Young sem hætti í sveitinni í fyrra vegna veikinda. AC/DC var vígð inn í Frægðarhöll rokksins árið 2003. Ariana Grande, sem er tilnefnd til tvennra Grammy-verðlauna, og Church munu einnig spila í fyrsta sinn á Grammy-hátíðinni þetta kvöld. Hann er tilnefndur til fernra verðlauna, þar á meðal fyrir besta kántrílagið, Give Me Back My Hometown. Einnig er hann tilnefndur fyrir lagið Raise Em Up sem hann söng með Keith Urban og fyrir bestu kántríplötuna. Ed Sheeran er tilnefndur til þrennra verðlauna, þar á meðal fyrir plötu ársins og fyrir lagið I See Fire sem hljómar í kvikmyndinni The Hobbit: The Desolation of Smaug. Tónlist Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Fleiri fréttir „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Tilkynnt hefur verið að Madonna, AC/DC, Ariana Grande, Ed Sheeran og Eric Church muni spila á Grammy-verðlaunahátíðinni sem verður haldin í 57. sinn í Los Angeles í 8. febrúar. Þetta verður í fyrsta sinn sem rokkgoðsagnirnar í AC/DC stíga á svið í bandarískri sjónvarpsútsendingu í meira en fjórtán ár. Þetta verður jafnframt í fyrsta sinn sem hljómsveitin spilar á Grammy-hátíðinni . Í þetta sinn verður hún án gítarleikarans og stofnmeðlimsins Malcolms Young sem hætti í sveitinni í fyrra vegna veikinda. AC/DC var vígð inn í Frægðarhöll rokksins árið 2003. Ariana Grande, sem er tilnefnd til tvennra Grammy-verðlauna, og Church munu einnig spila í fyrsta sinn á Grammy-hátíðinni þetta kvöld. Hann er tilnefndur til fernra verðlauna, þar á meðal fyrir besta kántrílagið, Give Me Back My Hometown. Einnig er hann tilnefndur fyrir lagið Raise Em Up sem hann söng með Keith Urban og fyrir bestu kántríplötuna. Ed Sheeran er tilnefndur til þrennra verðlauna, þar á meðal fyrir plötu ársins og fyrir lagið I See Fire sem hljómar í kvikmyndinni The Hobbit: The Desolation of Smaug.
Tónlist Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Fleiri fréttir „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira