Komin er út stikla úr myndinni Spy þar sem þær Melissa McCarthy og Rose Byrne úr Bridesmaids eru á meðal leikara.
Leikstjóri, handritshöfundur og framleiðandi er Paul Feig, sem var einmitt maðurinn á bak við Bridesmaids.
Í Spy neyðist persóna McCarthy, CIA-starfsmaðurinn Susan Cooper, til að hlaupa í skarðið fyrir njósnarana Jason Statham og Jude Law. Myndin kemur út í maí á vegum kvikmyndaversins 20th Century Fox.
McCarthy hleypur í skarðið
