Íraksmyndir oftast með litla aðsókn í Bandaríkjunum Freyr Bjarnason skrifar 15. janúar 2015 13:00 Bradley Cooper leikur leyniskyttuna Chris Kyle í kvikmyndinni American Sniper. Í Hollywood hafa fáir viljað segja sögur úr Íraksstríðinu og jafnvel enn færri hafa viljað heyra þær. Bradley Cooper leikur aðalhlutverkið í American Sniper, sem er að koma í bíó hérlendis, í leikstjórn Clints Eastwood. Hún er byggð á sjálfsævisögu Chris Kyle sem nefnist American Sniper: The Autobiography of the Most Lethal Sniper in U.S. Military History. Bradley Cooper leikur aðalhlutverkið. Eins og nafnið gefur til kynna fjallar myndin um leyniskyttu í bandaríska hernum, sem hélt því fram í bók sinni að hann hefði drepið meira en 255 manns í Íraksstríðinu. Hingað til hafa myndir sem gerast í Íraksstríðinu verið heldur illa sóttar í Bandaríkjunum og óvíst er hvort American Sniper nái betri árangri en forverar hennar. Engu máli virðist skipta þótt myndirnar fái góða dóma eða séu hlaðnar verðlaunum, bandarískur almenningur virðist einfaldlega ekki hafa nógu mikinn áhuga. Síðan herlið George W. Bush steig fyrst fæti á íraska jörð fyrir tólf árum hafa frekar fáar Hollywood-myndir verið gerðar sem fjalla um stríðið. Í umfjöllun á vefsíðu Guardian eru nefndar fjölbreyttar myndir á borð við Redacted, Body of Lies, The Messenger og In the Valley of Elah, sem öllum gekk illa í miðasölunni vestanhafs þrátt fyrir stjörnur í helstu hlutverkum og góða dóma. Einu undantekningarnar hafa verið Green Zone með Matt Damon í aðalhlutverki og The Hurt Locker, sem fékk sex Óskarsverðlaun árið 2010. Þær slógu samt síður en svo í gegn í miðasölunni. Green Zone gerði betur en flestar aðrar Íraksmyndir en tekjurnar á heimsvísu náðu samt ekki að dekka framleiðslukostnaðinn. The Hurt Locker er jafnframt tekjulægsta mynd allra tíma sem hefur unnið Óskarinn sem besta myndin, þegar verðbólga hefur verið tekin með í reikninginn. American Sniper gæti brotist út úr þessari hefð. Myndinni hefur vegnað vel í miðasölunni í Bandaríkjunum síðan byrjað var að sýna hana í takmörkuðum fjölda kvikmyndahúsa. Nú þegar hún verður frumsýnd víðs vegar um landið og víða um heim er aldrei að vita hvað gerist. Eitt af því sem gæti hjálpað henni er að skautað er fram hjá stjórnmálum í myndinni, sem er formúla sem gafst ágætlega með The Hurt Locker. Bíó og sjónvarp Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Fleiri fréttir Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Í Hollywood hafa fáir viljað segja sögur úr Íraksstríðinu og jafnvel enn færri hafa viljað heyra þær. Bradley Cooper leikur aðalhlutverkið í American Sniper, sem er að koma í bíó hérlendis, í leikstjórn Clints Eastwood. Hún er byggð á sjálfsævisögu Chris Kyle sem nefnist American Sniper: The Autobiography of the Most Lethal Sniper in U.S. Military History. Bradley Cooper leikur aðalhlutverkið. Eins og nafnið gefur til kynna fjallar myndin um leyniskyttu í bandaríska hernum, sem hélt því fram í bók sinni að hann hefði drepið meira en 255 manns í Íraksstríðinu. Hingað til hafa myndir sem gerast í Íraksstríðinu verið heldur illa sóttar í Bandaríkjunum og óvíst er hvort American Sniper nái betri árangri en forverar hennar. Engu máli virðist skipta þótt myndirnar fái góða dóma eða séu hlaðnar verðlaunum, bandarískur almenningur virðist einfaldlega ekki hafa nógu mikinn áhuga. Síðan herlið George W. Bush steig fyrst fæti á íraska jörð fyrir tólf árum hafa frekar fáar Hollywood-myndir verið gerðar sem fjalla um stríðið. Í umfjöllun á vefsíðu Guardian eru nefndar fjölbreyttar myndir á borð við Redacted, Body of Lies, The Messenger og In the Valley of Elah, sem öllum gekk illa í miðasölunni vestanhafs þrátt fyrir stjörnur í helstu hlutverkum og góða dóma. Einu undantekningarnar hafa verið Green Zone með Matt Damon í aðalhlutverki og The Hurt Locker, sem fékk sex Óskarsverðlaun árið 2010. Þær slógu samt síður en svo í gegn í miðasölunni. Green Zone gerði betur en flestar aðrar Íraksmyndir en tekjurnar á heimsvísu náðu samt ekki að dekka framleiðslukostnaðinn. The Hurt Locker er jafnframt tekjulægsta mynd allra tíma sem hefur unnið Óskarinn sem besta myndin, þegar verðbólga hefur verið tekin með í reikninginn. American Sniper gæti brotist út úr þessari hefð. Myndinni hefur vegnað vel í miðasölunni í Bandaríkjunum síðan byrjað var að sýna hana í takmörkuðum fjölda kvikmyndahúsa. Nú þegar hún verður frumsýnd víðs vegar um landið og víða um heim er aldrei að vita hvað gerist. Eitt af því sem gæti hjálpað henni er að skautað er fram hjá stjórnmálum í myndinni, sem er formúla sem gafst ágætlega með The Hurt Locker.
Bíó og sjónvarp Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Fleiri fréttir Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira