Hóruhúsin í Fuengirola Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 10. janúar 2015 07:00 Ef eitthvað er heilagt hér á Spáni þá er það miðdegisverðurinn um tvöleytið. Hann er svo vel úti látinn að hver hnúfubakur væri vel sæmdur af skammtinum. Þessi hefð er Spánverjum svo geðgróin að ef eitthvað misferst við máltíð þessa verða þeir styggir rétt eins og Eiður Guðnason þegar hann sér lélegan dagskrárlið í sjónvarpinu. Ef miðdegisverður er ekki kominn í maga um klukkan fjögur eru þeir beinlínis hættulegir. Ég hef oft reynt þetta þar sem kona mín er spænsk og ég tek þennan miðdegisverð ekki hátíðlega þannig að stundum skolast þetta til hjá okkur. Nú síðast fór það þannig að við ætluðum að fá okkur miðdegisverð í bænum Fuengirola en fyrst varð ég að hitta danskan mann, sem stöðu sinnar vegna gat selt mér miða á leiki knattspyrnuliðs Málaga á vægu verði. Þekkti ég hann ekki en við höfðum sammælst um það á netinu að hittast á bar nokkrum til að ganga frá kaupunum. Við mættum þar klukkan hálf þrjú og var þá kona mín orðin viðskotaill. Hafði ég ekki áhyggjur af því þar sem reitt er fram tapas með hverjum drykk á bar þessum sem myndi seðja hungur hennar. Sá danski reyndist vera ölkátur mjög og var orðinn kenndur þegar okkur bar að garði. Yfirvaraskegg hans var svo víðáttumikið að maður gat fengið það framan í sig ef hann leit skyndilega við. Þegar við fáum okkar svo vínglös gerir hann okkur þann grikk að stinga tapas okkar hjónakorna upp í sig. Meðan sá danski gægðist í glasið gaf konan mér eitt af þessum augnaráðum sem gera mann kvefaðan á augabragði. Þegar sá danski var orðinn sérlega uppveðraður af öllum fjörefnunum trúir hann okkur fyrir því að hér í Fuengirola séu hóruhúsin alveg sérdeilis góð. Ég fékk hálsbólgu undan augnaráði spúsu minnar. Ekki léttist andrúmsloftið þegar hann býðst til að fara með mig út á galeiðuna og sýna mér þessi gæðagleðihús. Þá finn ég hvar klipið er harkalega í lærið á mér undir borðinu. Spænski næringarskorturinn var kominn að hættumörkum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Ef eitthvað er heilagt hér á Spáni þá er það miðdegisverðurinn um tvöleytið. Hann er svo vel úti látinn að hver hnúfubakur væri vel sæmdur af skammtinum. Þessi hefð er Spánverjum svo geðgróin að ef eitthvað misferst við máltíð þessa verða þeir styggir rétt eins og Eiður Guðnason þegar hann sér lélegan dagskrárlið í sjónvarpinu. Ef miðdegisverður er ekki kominn í maga um klukkan fjögur eru þeir beinlínis hættulegir. Ég hef oft reynt þetta þar sem kona mín er spænsk og ég tek þennan miðdegisverð ekki hátíðlega þannig að stundum skolast þetta til hjá okkur. Nú síðast fór það þannig að við ætluðum að fá okkur miðdegisverð í bænum Fuengirola en fyrst varð ég að hitta danskan mann, sem stöðu sinnar vegna gat selt mér miða á leiki knattspyrnuliðs Málaga á vægu verði. Þekkti ég hann ekki en við höfðum sammælst um það á netinu að hittast á bar nokkrum til að ganga frá kaupunum. Við mættum þar klukkan hálf þrjú og var þá kona mín orðin viðskotaill. Hafði ég ekki áhyggjur af því þar sem reitt er fram tapas með hverjum drykk á bar þessum sem myndi seðja hungur hennar. Sá danski reyndist vera ölkátur mjög og var orðinn kenndur þegar okkur bar að garði. Yfirvaraskegg hans var svo víðáttumikið að maður gat fengið það framan í sig ef hann leit skyndilega við. Þegar við fáum okkar svo vínglös gerir hann okkur þann grikk að stinga tapas okkar hjónakorna upp í sig. Meðan sá danski gægðist í glasið gaf konan mér eitt af þessum augnaráðum sem gera mann kvefaðan á augabragði. Þegar sá danski var orðinn sérlega uppveðraður af öllum fjörefnunum trúir hann okkur fyrir því að hér í Fuengirola séu hóruhúsin alveg sérdeilis góð. Ég fékk hálsbólgu undan augnaráði spúsu minnar. Ekki léttist andrúmsloftið þegar hann býðst til að fara með mig út á galeiðuna og sýna mér þessi gæðagleðihús. Þá finn ég hvar klipið er harkalega í lærið á mér undir borðinu. Spænski næringarskorturinn var kominn að hættumörkum.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun