Fyrirsætan Cara Delevingne vill leika feluhlutverk í væntanlegri Absolutely Fabulous-kvikmynd.
Hin 22 ára stjarna vonast til að feta í fótspot Kate Moss og Naomi Campell sem báðar komu fram í bresku sjónvarpsþáttunum sem myndin er gerð eftir.
Delevingne er mikill aðdáandi þáttanna, sem grínistinn Jennifer Saunders bjó til um tvær eigingjarnar miðaldra konur.
Saunders er að vinna í handriti myndarinnar, auk þess sem hún mun endurtaka hlutverk sitt sem Edina. Johana Lumley mun leika Patsy.

