Svona líta börn von Trapp út í dag Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. desember 2015 19:30 Söngvaseiður er ein vinsælasta kvikmynd allra tíma. Hálf öld er í ár liðin frá því að Söngvaseiður, eða Sound of Music, var frumsýnd en kvikmyndin er í dag ein allra vinsælasta söngvamynd sögunnar. Í tilefni 50 ára afmælisins tók vefurinn Radio Times saman hvernig börn von Trapp líta út í dag en ljóst er að mikið vatn hefur runnið til sjávar.LieslLiesl (Charmain Carr)Carr lék elstu dóttur von Trapp og er 72 ára í dag. Hún hefur gefið út tvær bækur um þáttöku sína í myndinni. Hún býr nú í Kaliforníu og segir að þau sex sem léku systkini hennar í myndinni séu „hin fjölskyldan“ hennar.Gretl (Kym Karath)Gretl (Kym Karath) Karath gerði garðinn frægan í fjölda bandarískra sjónvarpsþátta í kjölfar Söngvaseiðs. Hún lagði leikinn á hilluna þegar hún eignaðist son og stýrir nú góðgerðasamtökum.Louisa (Heather Menzies)Louisa (Heather Menzies)Menzies hélt áfram að leika eftir Söngvaseið og giftist leikaranum Robert Urich. Hún, rétt eins og Karath, stýrir nú góðgerðasamtökum sem berjast gegn sjalddgæfri tegund krabbameins sem dró mann hennar til dauða árið 2002.Brigitta (Angela Cartwright)Brigitta (Angela Cartwright)Cartwright lék í sjónvarpsþáttaröðinni Lost in Space en starfar nú sem ljósmyndari í Los Angeles. Hún er 62 ára gömul.Friedrich (Nicholas Hammond)Friedrich (Nicholas Hammond)Hammond, sem lék elsta son von Trapp, hélt áfram að leika eftir Söngvaseið og lék meðal annars í sjónvarpsþáttunum The Amazing Spiderman, The Love Boat og Dallas. Hann er 64 ára og býr í Ástralíu.Marta (Debbie Turner)Marta (Debbie Turner) Turner hætta að leika eftir þátttöku sína í myndinni og er nú gift fjögurra barna móðir. Hún er 58 ára og rekur blómaverslun í Minnesota.Kurt (Duane Chase)Kurt (Duane Chase) Chase lagði leiklistardrauminn á hilluna á unglingsárunum og fór að starfa sem tölvunarfræðingur. Hann býr nú í Seattle ásamt eiginkonu og tveimur köttum. Bíó og sjónvarp Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Hálf öld er í ár liðin frá því að Söngvaseiður, eða Sound of Music, var frumsýnd en kvikmyndin er í dag ein allra vinsælasta söngvamynd sögunnar. Í tilefni 50 ára afmælisins tók vefurinn Radio Times saman hvernig börn von Trapp líta út í dag en ljóst er að mikið vatn hefur runnið til sjávar.LieslLiesl (Charmain Carr)Carr lék elstu dóttur von Trapp og er 72 ára í dag. Hún hefur gefið út tvær bækur um þáttöku sína í myndinni. Hún býr nú í Kaliforníu og segir að þau sex sem léku systkini hennar í myndinni séu „hin fjölskyldan“ hennar.Gretl (Kym Karath)Gretl (Kym Karath) Karath gerði garðinn frægan í fjölda bandarískra sjónvarpsþátta í kjölfar Söngvaseiðs. Hún lagði leikinn á hilluna þegar hún eignaðist son og stýrir nú góðgerðasamtökum.Louisa (Heather Menzies)Louisa (Heather Menzies)Menzies hélt áfram að leika eftir Söngvaseið og giftist leikaranum Robert Urich. Hún, rétt eins og Karath, stýrir nú góðgerðasamtökum sem berjast gegn sjalddgæfri tegund krabbameins sem dró mann hennar til dauða árið 2002.Brigitta (Angela Cartwright)Brigitta (Angela Cartwright)Cartwright lék í sjónvarpsþáttaröðinni Lost in Space en starfar nú sem ljósmyndari í Los Angeles. Hún er 62 ára gömul.Friedrich (Nicholas Hammond)Friedrich (Nicholas Hammond)Hammond, sem lék elsta son von Trapp, hélt áfram að leika eftir Söngvaseið og lék meðal annars í sjónvarpsþáttunum The Amazing Spiderman, The Love Boat og Dallas. Hann er 64 ára og býr í Ástralíu.Marta (Debbie Turner)Marta (Debbie Turner) Turner hætta að leika eftir þátttöku sína í myndinni og er nú gift fjögurra barna móðir. Hún er 58 ára og rekur blómaverslun í Minnesota.Kurt (Duane Chase)Kurt (Duane Chase) Chase lagði leiklistardrauminn á hilluna á unglingsárunum og fór að starfa sem tölvunarfræðingur. Hann býr nú í Seattle ásamt eiginkonu og tveimur köttum.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira