1.500 hestafla Mazda MX-5 Miata Finnur Thorlacius skrifar 21. desember 2015 15:35 Mazda MX-5 Miata að brenna gúmmíi. Venjuleg Mazda MX-5 Miata er 155 hestöfl og einstaklega skemmtilegur bíll og ári öflugur því hér er á ferðinni einkar smár bíll. En hvernig ætli hann sé ef afl hans er tífaldað? Það má sjá hér, því í þessum bíl er 26B rotary vél frá Mazda og hestöfl hennar orðin 1.500 með aðstoð tveggja fjögurra rótora og stórra forþjappa. Bíllinn var smíðaður með aðstoð vélarsérfræðinga Mazda og er hreint einstök kraftabomba. Þessi 26B rotary vél frá Mazda er með 2,6 lítra sprengirými og var til dæmis í bíl sem vann Le Mans þolaksturskeppnina og var fyrsti og eini bíllinn sem unnið hefur þá keppni með rotary vél. Í þeim bíl var hún 700 hestöfl. Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá hvernig virkja má allt aflið og spæna upp dekkjunum í endalausu drifti á keppnisbraut. Myndskeiðið er með þeim flottari og aðeins 90 sekúndur, en eyða má hálfri mínútu ver en kíkja á þennan snemmbúna jólapakka. Bílar video Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent
Venjuleg Mazda MX-5 Miata er 155 hestöfl og einstaklega skemmtilegur bíll og ári öflugur því hér er á ferðinni einkar smár bíll. En hvernig ætli hann sé ef afl hans er tífaldað? Það má sjá hér, því í þessum bíl er 26B rotary vél frá Mazda og hestöfl hennar orðin 1.500 með aðstoð tveggja fjögurra rótora og stórra forþjappa. Bíllinn var smíðaður með aðstoð vélarsérfræðinga Mazda og er hreint einstök kraftabomba. Þessi 26B rotary vél frá Mazda er með 2,6 lítra sprengirými og var til dæmis í bíl sem vann Le Mans þolaksturskeppnina og var fyrsti og eini bíllinn sem unnið hefur þá keppni með rotary vél. Í þeim bíl var hún 700 hestöfl. Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá hvernig virkja má allt aflið og spæna upp dekkjunum í endalausu drifti á keppnisbraut. Myndskeiðið er með þeim flottari og aðeins 90 sekúndur, en eyða má hálfri mínútu ver en kíkja á þennan snemmbúna jólapakka.
Bílar video Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent