Öll þau þekktu andlit og raddir sem faldar eru í The Force Awakens Birgir Olgeirsson skrifar 22. desember 2015 13:15 John Boyega og Oscar Isaac sem Finn og Poe Dameron í The Force Awakens. Vísir/IMDb Það er fátt annað talað um þessa dagana en sjöundu Stjörnustríðsmyndina, The Force Awakens. Rúmlega 27 þúsund sáu myndina á Íslandi í síðustu viku og sló hún dagsmetið og fjögurra daga metið hér á landi. Framkvæmdastjóri Sambíóanna sagði í samtali við Vísi í gær að myndin eigi möguleika á að komast í flokk með kvikmyndunum Titanic og Avatar þegar kemur að aðsóknartölum hér á landi, en rúmlega 100 þúsund Íslendingar sáu hvora mynd í bíó. Nú þegar myndin hefur verið tæpa viku í sýningu víða um heim hafa margir glöggir áhorfendur tekið eftir litlum glaðningum sem eru að finna í The Force Awakens og meðal annars lítilvæg aukahlutverk þekktra leikara sem fór ekki mikið fyrir. Ef þeir sem eiga eftir að sjá myndina vilja ekki vita meira er þeim bent á að láta staðar numið og lesa ekki meira. Upplýsingarnar sem koma fram fyrir neðan myndina gætu spillt áhorfi.Rey hittir BB-8 í The Force Awakens.Vísir/IMDBSimon Pegg sem Unkar Plutt Breski er vel falinn undir heilum haug af latexi í þessari mynd sem skransalinn Unkar Plutt.Simon Pegg fér hér smá hvíld frá því að leika Unkar Plutt.Vísir/YouTubeDaniel Craig sem stormsveitarmaður Fregnir bárust af leik Craigs í myndinni fyrir helgi. Hann hafði sjálfur staðfastlega neitað því í viðtali við fjölmiðla en nú er það sagt staðfest. Eitt eftirminnilegasta atriði myndarinnar er þegar Rey beitir hugarorku sinni á einn stormsveitarmannanna og fær hann þannig til að leysa sig úr haldi. Craig leikur umræddan stormsveitarmann. Daniel Craig.Ewan McGregor sem Obi-Wan Kenobi Manstu þegar Rey snerti geislasverð Loga Geimgengils í fyrsta skiptið? Ef þér fannst raddirnar sem heyrðust í því atriði hljóma kunnuglega þá var það rétt hjá þér. Í þessu atriði fá áhorfendur að sjá endurlit úr fortíðinni, meðal annars snögg skot af Loga, R2D2, Kylo Ren og Riddurum Rens. Leikstjóri myndarinnar J.J. Abrams hefur uppljóstrað því að öskur Marks Hamill úr Empire Strikes Back heyrist í þessu atriði. Þá má einnig heyra í Yoda og Obi-Wan Kenobi sem segir: Þetta eru þín fyrstu skref Rey. Alec Guinnes lék Obi-Wan Kenobi í fyrsta þríleiknum en Ewan McGregor tók við hlutverkinu í seinni þríleiknum. McGregor var fenginn í hljóðver til að lesa þessa línu sérstaklega fyrir myndina. Var Frank Oz einnig fenginn sérstaklega inn í hljóðver til að hljóðrita rödd Yoda. Þá hefur Abrams uppljóstrað að hans eigin rödd er í myndinni sem og rödd leikstjórans Kevin Smith.Ewan McGregor var fenginn sérstaklega í hljóðverið til að hljóðrita nýja línu fyrir myndina.Vísir/IMDBHeill hellingur af Game of Thrones-leikurum Sú sem hafði yfirumsjón með leikaravalinu fyrir The Force Awakens, Nina Gold, sinnir einnig því starfi fyrir Game of Thrones og því mikill samgangur þar á milli. Max Von Sydow og Gwendoline Christie fara eflaust með stærstu hlutverkin af þessum hópi, sem Lor San Tekka og Captain Phasma. Jessica Henwick sem flugmaðurinn Jess Testor í The Force Awakens.Vísir/ImdbJessica Henwick, sem leikur Nymeria Sand í Game of Thrones, leikur einn af flugmönnum andspyrnuhreyfingarinnar en Mark Stanley, sem lék vin Jon Snow, Green, er titlaður sem „Clan Leader“ í kreditlista myndarinnar. Miltos Yerolemou, sem lék skylmingameistara Arya í Game of Thrones, Syro Forel, leikur fastagest á bar Maz Kanata. Þá fær Edmun Elliot, sem lék söngvarann Marillion, eina línu í myndinni sem liðsmaður andspyrnuhreyfingarinnar. Línan er: „A laser cannon“. Brodie-Sangster, sem hefur leikið í myndum á borð við Love Actually og Maze Runner ásamt því að leika í sjónvarpsþáttunum Game of Thrones fer með örhlutverk í myndinni. Þegar tvær af aðalsöguhetjunum, Poe Dameron og Finn, reyna að sleppa frá illmennunum í TIE-þotu, tilkynnir Brodie-Sangster, í hlutverki undirforingjans Thanisson, að fangarnir séu að sleppa. Litlar líkur eru á að honum bregði aftur fyrir í Star Wars-mynd því hann virðist hafa látið lífið í sprengingu skömmu síðar.Dóttir Carrie Fisher sem Connix-liðsforingiBillie Lourd er þekktust fyrir leik sinn í Scream Queens en hún er einmitt dóttir Carrie Fisher. Lourd bregður stuttlega fyrir í myndinni sem liðsforingi í andspyrnuhreyfingunni. J.J. Abrams fékk einnig pabba sinn, Gerry Abrams, til að fara með lítið hlutverk í myndinni. Bill Hader sem BB-8 Það var þessi góðkunni leikari sem ljáði vélmenninu rödd sína ásamt Ben Schwartz, úr House of Lies og Parks and Recreation. Hader sagðist hafa í fyrstu reynt að gefa vélmenninu hefðbundna mennska rödd en það þótti alltof skrýtið.Bill Hader er annar leikaranna sem talsettur BB-8.Vísir/GettyLeikarar úr The Raid sem Kanjiklub Indónesísku leikararnir og áhættuleikararnir Yayan Ruhian, Iko Uwais og Cecep Arif Rahman birtast í myndinni sem Tasu Leech, Razoo Qin-Fee og Crokind Shand, meðlimir Kanjiklub-klíkunnar. Margir höfðu vonast eftir því að þetta þríeyki fengi að sýna listir sínar í myndinni en óværur í skipi Han Solo komu í veg fyrir það.Stilla úr kvikmyndinni The Raid.Vísir/ImdbGreg Grunberg sem Snap Wexley Grunberg leikur einn af flugmönnum andspyrnuhreyfingarinnar og er einn af þeim mest áberandi, fyrir utan Poe Dameron. Grunberg hefur starfað mikið með leikstjóranum J.J. Abrams í gegnum árin. Hann hefur leikið í sjónvarpsþáttunum Felicity, Alias, Lost, Heroes og Mission: Impossible III. Warwick Davis sem Wollivan Davis lék Ewokinn Wicket í Return of the Jedi og lék nokkra karaktera í The Phantom Menace. Í The Force Awakens leikur hann Wollivan sem bregður fyrir á bar Maz Kanata. Bíó og sjónvarp Game of Thrones Star Wars Tengdar fréttir Star Wars-frumsýningin: „Ég varla trúi því að þetta sé að gerast“ Einn laumaðist inn í Egilshöll um miðjan dag til að vera fremstur og annar ætlar að sjá sjöundu Stjörnustríðsmyndina sjö sinnum. 17. desember 2015 12:00 Staðfest að Daniel Craig leikur stormsveitarmann í The Force Awakens Hafði staðfastlega neitað frásögnum þess efnis og sagt þær vera algjört kjaftæði. 18. desember 2015 11:47 Bestu og verstu kvikmyndir 2015 - Nefndin kveður upp dóm sinn Jóhann Ævar Grímsson, Baldvin Z og Andri Óttarsson líta yfir kvikmyndaárið. 20. desember 2015 10:00 Rúmlega 27 þúsund sáu The Force Awakens á Íslandi í síðustu viku Sló bæði dags metið og fjögurra daga metið. 21. desember 2015 11:13 Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Það er fátt annað talað um þessa dagana en sjöundu Stjörnustríðsmyndina, The Force Awakens. Rúmlega 27 þúsund sáu myndina á Íslandi í síðustu viku og sló hún dagsmetið og fjögurra daga metið hér á landi. Framkvæmdastjóri Sambíóanna sagði í samtali við Vísi í gær að myndin eigi möguleika á að komast í flokk með kvikmyndunum Titanic og Avatar þegar kemur að aðsóknartölum hér á landi, en rúmlega 100 þúsund Íslendingar sáu hvora mynd í bíó. Nú þegar myndin hefur verið tæpa viku í sýningu víða um heim hafa margir glöggir áhorfendur tekið eftir litlum glaðningum sem eru að finna í The Force Awakens og meðal annars lítilvæg aukahlutverk þekktra leikara sem fór ekki mikið fyrir. Ef þeir sem eiga eftir að sjá myndina vilja ekki vita meira er þeim bent á að láta staðar numið og lesa ekki meira. Upplýsingarnar sem koma fram fyrir neðan myndina gætu spillt áhorfi.Rey hittir BB-8 í The Force Awakens.Vísir/IMDBSimon Pegg sem Unkar Plutt Breski er vel falinn undir heilum haug af latexi í þessari mynd sem skransalinn Unkar Plutt.Simon Pegg fér hér smá hvíld frá því að leika Unkar Plutt.Vísir/YouTubeDaniel Craig sem stormsveitarmaður Fregnir bárust af leik Craigs í myndinni fyrir helgi. Hann hafði sjálfur staðfastlega neitað því í viðtali við fjölmiðla en nú er það sagt staðfest. Eitt eftirminnilegasta atriði myndarinnar er þegar Rey beitir hugarorku sinni á einn stormsveitarmannanna og fær hann þannig til að leysa sig úr haldi. Craig leikur umræddan stormsveitarmann. Daniel Craig.Ewan McGregor sem Obi-Wan Kenobi Manstu þegar Rey snerti geislasverð Loga Geimgengils í fyrsta skiptið? Ef þér fannst raddirnar sem heyrðust í því atriði hljóma kunnuglega þá var það rétt hjá þér. Í þessu atriði fá áhorfendur að sjá endurlit úr fortíðinni, meðal annars snögg skot af Loga, R2D2, Kylo Ren og Riddurum Rens. Leikstjóri myndarinnar J.J. Abrams hefur uppljóstrað því að öskur Marks Hamill úr Empire Strikes Back heyrist í þessu atriði. Þá má einnig heyra í Yoda og Obi-Wan Kenobi sem segir: Þetta eru þín fyrstu skref Rey. Alec Guinnes lék Obi-Wan Kenobi í fyrsta þríleiknum en Ewan McGregor tók við hlutverkinu í seinni þríleiknum. McGregor var fenginn í hljóðver til að lesa þessa línu sérstaklega fyrir myndina. Var Frank Oz einnig fenginn sérstaklega inn í hljóðver til að hljóðrita rödd Yoda. Þá hefur Abrams uppljóstrað að hans eigin rödd er í myndinni sem og rödd leikstjórans Kevin Smith.Ewan McGregor var fenginn sérstaklega í hljóðverið til að hljóðrita nýja línu fyrir myndina.Vísir/IMDBHeill hellingur af Game of Thrones-leikurum Sú sem hafði yfirumsjón með leikaravalinu fyrir The Force Awakens, Nina Gold, sinnir einnig því starfi fyrir Game of Thrones og því mikill samgangur þar á milli. Max Von Sydow og Gwendoline Christie fara eflaust með stærstu hlutverkin af þessum hópi, sem Lor San Tekka og Captain Phasma. Jessica Henwick sem flugmaðurinn Jess Testor í The Force Awakens.Vísir/ImdbJessica Henwick, sem leikur Nymeria Sand í Game of Thrones, leikur einn af flugmönnum andspyrnuhreyfingarinnar en Mark Stanley, sem lék vin Jon Snow, Green, er titlaður sem „Clan Leader“ í kreditlista myndarinnar. Miltos Yerolemou, sem lék skylmingameistara Arya í Game of Thrones, Syro Forel, leikur fastagest á bar Maz Kanata. Þá fær Edmun Elliot, sem lék söngvarann Marillion, eina línu í myndinni sem liðsmaður andspyrnuhreyfingarinnar. Línan er: „A laser cannon“. Brodie-Sangster, sem hefur leikið í myndum á borð við Love Actually og Maze Runner ásamt því að leika í sjónvarpsþáttunum Game of Thrones fer með örhlutverk í myndinni. Þegar tvær af aðalsöguhetjunum, Poe Dameron og Finn, reyna að sleppa frá illmennunum í TIE-þotu, tilkynnir Brodie-Sangster, í hlutverki undirforingjans Thanisson, að fangarnir séu að sleppa. Litlar líkur eru á að honum bregði aftur fyrir í Star Wars-mynd því hann virðist hafa látið lífið í sprengingu skömmu síðar.Dóttir Carrie Fisher sem Connix-liðsforingiBillie Lourd er þekktust fyrir leik sinn í Scream Queens en hún er einmitt dóttir Carrie Fisher. Lourd bregður stuttlega fyrir í myndinni sem liðsforingi í andspyrnuhreyfingunni. J.J. Abrams fékk einnig pabba sinn, Gerry Abrams, til að fara með lítið hlutverk í myndinni. Bill Hader sem BB-8 Það var þessi góðkunni leikari sem ljáði vélmenninu rödd sína ásamt Ben Schwartz, úr House of Lies og Parks and Recreation. Hader sagðist hafa í fyrstu reynt að gefa vélmenninu hefðbundna mennska rödd en það þótti alltof skrýtið.Bill Hader er annar leikaranna sem talsettur BB-8.Vísir/GettyLeikarar úr The Raid sem Kanjiklub Indónesísku leikararnir og áhættuleikararnir Yayan Ruhian, Iko Uwais og Cecep Arif Rahman birtast í myndinni sem Tasu Leech, Razoo Qin-Fee og Crokind Shand, meðlimir Kanjiklub-klíkunnar. Margir höfðu vonast eftir því að þetta þríeyki fengi að sýna listir sínar í myndinni en óværur í skipi Han Solo komu í veg fyrir það.Stilla úr kvikmyndinni The Raid.Vísir/ImdbGreg Grunberg sem Snap Wexley Grunberg leikur einn af flugmönnum andspyrnuhreyfingarinnar og er einn af þeim mest áberandi, fyrir utan Poe Dameron. Grunberg hefur starfað mikið með leikstjóranum J.J. Abrams í gegnum árin. Hann hefur leikið í sjónvarpsþáttunum Felicity, Alias, Lost, Heroes og Mission: Impossible III. Warwick Davis sem Wollivan Davis lék Ewokinn Wicket í Return of the Jedi og lék nokkra karaktera í The Phantom Menace. Í The Force Awakens leikur hann Wollivan sem bregður fyrir á bar Maz Kanata.
Bíó og sjónvarp Game of Thrones Star Wars Tengdar fréttir Star Wars-frumsýningin: „Ég varla trúi því að þetta sé að gerast“ Einn laumaðist inn í Egilshöll um miðjan dag til að vera fremstur og annar ætlar að sjá sjöundu Stjörnustríðsmyndina sjö sinnum. 17. desember 2015 12:00 Staðfest að Daniel Craig leikur stormsveitarmann í The Force Awakens Hafði staðfastlega neitað frásögnum þess efnis og sagt þær vera algjört kjaftæði. 18. desember 2015 11:47 Bestu og verstu kvikmyndir 2015 - Nefndin kveður upp dóm sinn Jóhann Ævar Grímsson, Baldvin Z og Andri Óttarsson líta yfir kvikmyndaárið. 20. desember 2015 10:00 Rúmlega 27 þúsund sáu The Force Awakens á Íslandi í síðustu viku Sló bæði dags metið og fjögurra daga metið. 21. desember 2015 11:13 Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Star Wars-frumsýningin: „Ég varla trúi því að þetta sé að gerast“ Einn laumaðist inn í Egilshöll um miðjan dag til að vera fremstur og annar ætlar að sjá sjöundu Stjörnustríðsmyndina sjö sinnum. 17. desember 2015 12:00
Staðfest að Daniel Craig leikur stormsveitarmann í The Force Awakens Hafði staðfastlega neitað frásögnum þess efnis og sagt þær vera algjört kjaftæði. 18. desember 2015 11:47
Bestu og verstu kvikmyndir 2015 - Nefndin kveður upp dóm sinn Jóhann Ævar Grímsson, Baldvin Z og Andri Óttarsson líta yfir kvikmyndaárið. 20. desember 2015 10:00
Rúmlega 27 þúsund sáu The Force Awakens á Íslandi í síðustu viku Sló bæði dags metið og fjögurra daga metið. 21. desember 2015 11:13