Í báðum stiklum má sjá lík og bíla, sem og blótsyrði, fljúga frjálslega eftir skjánum.
Í þessari stiklu fá áhorfendur að sjá meira af meðreiðarsveinum andhetjunnar Wade Wilson, sem gengur undir nafninu Deadpool. Við fáum að kynnast forsögu hans, dauðvona hermaður sem samþykkir að gangast undir tilraunameðferð í von um að lifa.
Í stiklunni sést líka þó nokkuð til illmennis myndarinnar, Ajax, sem svíkur Deadpool og reynir að klófesta konuna hans í þokkabót.
„Góðu" stikluna má sjá hér fyrir neðan en „óþekku" stikluna má sjá inni á vef Deadpool.