Bíó og sjónvarp

Gvendur á Eyrinni með Prins Póló lokalagið í nýrri heimildarmynd

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hver einasta löndun krefst gríðarlegrar skipulagningar, vinnu og færni.
Hver einasta löndun krefst gríðarlegrar skipulagningar, vinnu og færni. Vísir/Skarkali
Gvendur á eyrinni í flutningi Prins Póló er lokalagið í heimildarmyndinni Keep Frozen eftir Huldu Rós Guðnadóttur, framleidd af Helgu Rakel Rafnsdóttur fyrir Skarkala ehf. Myndbandið - og lagið er gefið út í tilefni af söfnun fyrir eftirvinnslu myndarinnar á Karolinafund.

Myndin fjallar í raun um fyrirbrigðið að landa fiski. Keep Frozen er kvikmynd um mannsandann, um það að sigrast á sjálfum sér. Hver einasta löndun krefst gríðarlegrar skipulagningar, vinnu og færni sem erfitt er fyrir utanaðkomandi að ímynda sér.

Talsvert hefur verið fjallað um hetjudáðir sjómanna í íslenskri menningu. Nú langar forsvarsmönnum kvikmyndarinnar til að varpa ljósi á annan mikilvægan hlekk í verðmætasköpun sjávarútvegar á Íslandi; löndunarstarfið.

Hér að neðan má sjá myndbandið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×