Getur verið besti Minecraft-spilari í heiminum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 13. desember 2015 10:45 Skemmtilegustu námsgreinarnar í skólanum eru forritun og enska, að mati Ólafs Arnar. Fréttablaðið/Vilhelm Ólafur Örn Þorsteinsson níu ára forritar, teiknar og býr til myndasögur í tölvunni og er meistari í leiknum Minecraft. Hann hefur prófað að kenna hjá Skema. Hvað heitir þú fullu nafni og hversu gamall ertu? Ólafur Örn Þorsteinsson heiti ég og er níu ára, alveg að verða tíu. Hver er eftirlætisnámsgreinin þín í skólanum? Að forrita í iPad eða tölvu. Svo finnst mér líka gaman að læra ensku. Hver eru helstu áhugamálin þín? Mér finnst gaman að lesa, forrita, vera í tölvunni og teikna og búa til myndasögur. Hefur þú kynnst leiknum Minecraft? Ég er búinn að leika mér í Minecraft síðan ég var sex ára. Hvað heillaði þig við hann? Mér finnst svo flott hvað hann er svo pixel-legur og hvað maður getur gert margt í þessum leik. Getur þú lýst því í örstuttu máli út á hvað hann gengur? Maður getur byggt, smíðað, séð allar uppfærslur, reynt að gera rosalegar skipanir, gert server (netþjón), spilað með öðrum og verið besti Minecraft-spilari í heiminum. Hefur þú prófað að kenna öðrum þennan leik? Já, ég hef farið á nokkur námskeið hjá Skema og fengið að vera aðstoðarkennari. Hvernig stóð á því? Hún Rakel hjá Skema leyfði mér að kenna. Er endalaust hægt að bæta við sig þekkingu í þessum fræðum? Já, það er hægt og kannski þarf ég meiri þjálfun og skelli mér á fleiri námskeið hjá Skema. Krakkar Leikjavísir Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Fleiri fréttir Frá Íslandi til stjarnanna Léttir að geta loks rætt íslenskan leik opinberlega Myrkur Games birta fyrstu stiklu Echoes of the End Hvað í ósköpunum gerði James Bond á Íslandi? Sjá meira
Ólafur Örn Þorsteinsson níu ára forritar, teiknar og býr til myndasögur í tölvunni og er meistari í leiknum Minecraft. Hann hefur prófað að kenna hjá Skema. Hvað heitir þú fullu nafni og hversu gamall ertu? Ólafur Örn Þorsteinsson heiti ég og er níu ára, alveg að verða tíu. Hver er eftirlætisnámsgreinin þín í skólanum? Að forrita í iPad eða tölvu. Svo finnst mér líka gaman að læra ensku. Hver eru helstu áhugamálin þín? Mér finnst gaman að lesa, forrita, vera í tölvunni og teikna og búa til myndasögur. Hefur þú kynnst leiknum Minecraft? Ég er búinn að leika mér í Minecraft síðan ég var sex ára. Hvað heillaði þig við hann? Mér finnst svo flott hvað hann er svo pixel-legur og hvað maður getur gert margt í þessum leik. Getur þú lýst því í örstuttu máli út á hvað hann gengur? Maður getur byggt, smíðað, séð allar uppfærslur, reynt að gera rosalegar skipanir, gert server (netþjón), spilað með öðrum og verið besti Minecraft-spilari í heiminum. Hefur þú prófað að kenna öðrum þennan leik? Já, ég hef farið á nokkur námskeið hjá Skema og fengið að vera aðstoðarkennari. Hvernig stóð á því? Hún Rakel hjá Skema leyfði mér að kenna. Er endalaust hægt að bæta við sig þekkingu í þessum fræðum? Já, það er hægt og kannski þarf ég meiri þjálfun og skelli mér á fleiri námskeið hjá Skema.
Krakkar Leikjavísir Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Fleiri fréttir Frá Íslandi til stjarnanna Léttir að geta loks rætt íslenskan leik opinberlega Myrkur Games birta fyrstu stiklu Echoes of the End Hvað í ósköpunum gerði James Bond á Íslandi? Sjá meira