Bíó og sjónvarp

Hafa beðið í röð síðan í síðustu viku

Stefán Árni Pálsson skrifar
Gríðarlega margir aðdáendur hafa verið fyrir utan bíóhúsin undanfarið.
Gríðarlega margir aðdáendur hafa verið fyrir utan bíóhúsin undanfarið. vísir/getty
Nýjasta Star Wars myndin, The Force Awakens, verður frumsýnd í Los Angeles í dag en aðdáendur kvikmyndanna hafa beðið í röðum frá því í síðustu viku.

Um er að ræða sjöundu Star Wars myndina og eru til milljónir grjótharðra aðdáenda um allan heim. Fólk hefur tjaldað úti á götu og býður þar eftir að miðasalan hefjist.

Myndin verður frumsýnd hér á landi þann 17. desember. Vegna þess hve margir eru spenntir að fá að sjá myndina sem allra fyrst hafa forsvarsmenn  Sambíóanna ákveðið að sýna hana allan sólarhringinn í Sambíóinum Álfabakka og Akureyri.

Sýningatímar verða eftirfarandi: 17. desember klukkan 00:01, 03:00, 04:00, 06:00, 07:00, 09:00, 10:00, 12:00, 13:00, 17:00, 20:00, 20:30, 22:55: 23:20.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×