Tarantino: „Disney er að reyna að eyðileggja fyrir mér“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 17. desember 2015 23:14 Quentin Tarantino er allt annað en sáttur. vísir/getty Quentin Tarantino er allt annað en sáttur með Disney. Nýjasta mynd hans, The Hateful Eight, verður frumsýnd á nýársdag en til stendur að hafa sérstakar forsýningar, svokallaðar „Roadshow“ sýningar, í örfáum, útvöldum kvikmyndahúsum en nú hefur Disney komið í veg fyrir að myndin verði forsýnd í „heimakvikmyndahúsi“ Tarantino. Forsýningarnar áttu að vera í 70 mm útgáfu og var áætlað að eitt kvikmyndahúsanna yrði Cinerama Dome í Los Angeles en húsið er sérstaklega smíðað fyrir 70 mm breiðtjaldssýningar. Nýjasta myndin í Star Wars myndaseríunni, The Force Awakens, átti að vera til sýningar í húsinu vikurnar tvær á undan mynd Tarantino en forráðamenn Disney hafa nú ákveðið að sýna myndina þar einnig yfir jólahátíðina. Það þýðir að The Hateful Eight var bolað í burtu. „Ég bjó The Hateful Eight til fyrir Dome-kvikmyndahúsið,“ sagði Tarantino í viðtali við Deadline fyrr í þessum mánuði þegar þeir sem komu að myndinni fengu að sjá hana í kvikmyndahúsinu. Hann mætti síðan í útvarpsþátt Howard Stern fyrir skemmstu þar sem hann úthúðaði Disney. „Þeir sögðu við forráðamenn Dome að þeir vildu fá að sýna þar í fleiri vikur og svarið var að þeir myndu standa við samning sinn við mig. Örfáum dögum síðar hringja þeir aftur og tjá kvikmyndahúsinu að ef myndin mín verður sýnd um jólin þá muni þeir draga Star Wars úr sýningu í öðrum húsum fyrirtækisins,“ sagði Tarantino hjá Stern. Tarantino tók það sérstaklega fram að hann ætti ekkert sökótt við J.J. Abrams eða þá sem komu að gerð myndarinnar heldur væru það yfirmenn hjá Disney sem væru að reyna að skemma fyrir honum. Hann minnti einnig á að Miramax, fyrirtækið sem m.a. framleiddi Pulp Fiction og Kill Bill, hefði eitt sinn verið í eigu Disney. „Myndir mínar hafa skapað Disney miklar tekjur og ég skil hreinlega ekki þessa hefnigirni af þeirra hálfu.“ Upptöku af viðtali Stern við Tarantino má sjá hér að neðan. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Fyrsta stiklan úr nýjustu mynd Quentin Tarantino Áttunda kvikmynd Quentin Tarantino er á leiðinni og ber hún nafnið The Hateful Eight. 12. ágúst 2015 16:43 Tarantino hættir eftir tíu myndir Leikstjórinn Quentin Tarantino ætlar ekki að eldast í faginu. 13. nóvember 2014 16:30 Samuel L. Jackson fer mikinn í nýrri stiklu fyrir The Hateful Eight Nýjasta afurð Quentin Tarantino er væntanleg í kvikmyndahús í upphafi ársins 2016. 5. nóvember 2015 20:54 Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Myndaveisla frá Írskum dögum - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Fleiri fréttir Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Quentin Tarantino er allt annað en sáttur með Disney. Nýjasta mynd hans, The Hateful Eight, verður frumsýnd á nýársdag en til stendur að hafa sérstakar forsýningar, svokallaðar „Roadshow“ sýningar, í örfáum, útvöldum kvikmyndahúsum en nú hefur Disney komið í veg fyrir að myndin verði forsýnd í „heimakvikmyndahúsi“ Tarantino. Forsýningarnar áttu að vera í 70 mm útgáfu og var áætlað að eitt kvikmyndahúsanna yrði Cinerama Dome í Los Angeles en húsið er sérstaklega smíðað fyrir 70 mm breiðtjaldssýningar. Nýjasta myndin í Star Wars myndaseríunni, The Force Awakens, átti að vera til sýningar í húsinu vikurnar tvær á undan mynd Tarantino en forráðamenn Disney hafa nú ákveðið að sýna myndina þar einnig yfir jólahátíðina. Það þýðir að The Hateful Eight var bolað í burtu. „Ég bjó The Hateful Eight til fyrir Dome-kvikmyndahúsið,“ sagði Tarantino í viðtali við Deadline fyrr í þessum mánuði þegar þeir sem komu að myndinni fengu að sjá hana í kvikmyndahúsinu. Hann mætti síðan í útvarpsþátt Howard Stern fyrir skemmstu þar sem hann úthúðaði Disney. „Þeir sögðu við forráðamenn Dome að þeir vildu fá að sýna þar í fleiri vikur og svarið var að þeir myndu standa við samning sinn við mig. Örfáum dögum síðar hringja þeir aftur og tjá kvikmyndahúsinu að ef myndin mín verður sýnd um jólin þá muni þeir draga Star Wars úr sýningu í öðrum húsum fyrirtækisins,“ sagði Tarantino hjá Stern. Tarantino tók það sérstaklega fram að hann ætti ekkert sökótt við J.J. Abrams eða þá sem komu að gerð myndarinnar heldur væru það yfirmenn hjá Disney sem væru að reyna að skemma fyrir honum. Hann minnti einnig á að Miramax, fyrirtækið sem m.a. framleiddi Pulp Fiction og Kill Bill, hefði eitt sinn verið í eigu Disney. „Myndir mínar hafa skapað Disney miklar tekjur og ég skil hreinlega ekki þessa hefnigirni af þeirra hálfu.“ Upptöku af viðtali Stern við Tarantino má sjá hér að neðan.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Fyrsta stiklan úr nýjustu mynd Quentin Tarantino Áttunda kvikmynd Quentin Tarantino er á leiðinni og ber hún nafnið The Hateful Eight. 12. ágúst 2015 16:43 Tarantino hættir eftir tíu myndir Leikstjórinn Quentin Tarantino ætlar ekki að eldast í faginu. 13. nóvember 2014 16:30 Samuel L. Jackson fer mikinn í nýrri stiklu fyrir The Hateful Eight Nýjasta afurð Quentin Tarantino er væntanleg í kvikmyndahús í upphafi ársins 2016. 5. nóvember 2015 20:54 Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Myndaveisla frá Írskum dögum - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Fleiri fréttir Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Fyrsta stiklan úr nýjustu mynd Quentin Tarantino Áttunda kvikmynd Quentin Tarantino er á leiðinni og ber hún nafnið The Hateful Eight. 12. ágúst 2015 16:43
Tarantino hættir eftir tíu myndir Leikstjórinn Quentin Tarantino ætlar ekki að eldast í faginu. 13. nóvember 2014 16:30
Samuel L. Jackson fer mikinn í nýrri stiklu fyrir The Hateful Eight Nýjasta afurð Quentin Tarantino er væntanleg í kvikmyndahús í upphafi ársins 2016. 5. nóvember 2015 20:54