Staðfest að Daniel Craig leikur stormsveitarmann í The Force Awakens Birgir Olgeirsson skrifar 18. desember 2015 11:47 Daniel Craig Vísir/getty images Breski leikarinn Daniel Craig, sem er hvað þekktastur fyrir að leika njósnara hennar hátignar James Bond, fer með lítið hlutverk í sjöundu Stjörnustríðsmyndinni, The Force Awakens.Þeir sem ekki hafa séð myndina ættu að láta staðar numið við lestur fréttarinnar því upplýsingar í henni gætu spillt fyrir áhorfi þeirra sem ekkert vilja vita um söguþráð hennar. Fyrr á þessu ári hafði verið greint frá því að Craig hefði beðið um lítið aukahlutverk í myndinni og sagði leikarinn Simon Pegg frá því, sem leikur geimveru í The Force Awakens, að Craig myndi leika stormsveitarmann. Craig neitaði þessu staðfastlega og sagðist ekki hafa hugmynd um að Pegg væri að tala um og gekk svo langt að segja þessi orð landa síns vera algjört kjaftæði. Nú greina miðlar ytra frá því að Craig hefði leikið lítið hlutverk í myndinni. Sjálfur hafði hann verið við tökur á nýjustu Bond myndinni Spectre í Pinewood-kvikmyndaverinu í Lundúnum en The Force Awakens var tekin upp á sama tíma í kvikmyndaverinu. Aftur eru þeir sem ekki hafa séð myndina varaðir við, ekki lesa lengra ef þú vilt ekkert vita um söguþráð hennar.Frá frumsýningunni í London.vísir/epaEin af aðalsöguhetjum myndarinnar Rey, leikin af Daisy Ridley, er fangi illmennanna á einum tímapunkti en hún reynir að beita hugarafli gegn einum af stormsveitarmönnunum til að fá hann til að leysa sig úr haldi. Er umræddur stormsveitarmaður leikinn af Daniel Craig samkvæmt frásögnum miðla ytra. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Rosalegir búningar á Nexus sýningu á Star Wars í Egilshöll Admiral Ackbar, Svarthöfði, Boba Fett og keisarinn litu við. 18. desember 2015 10:33 Star Wars-frumsýningin: „Ég varla trúi því að þetta sé að gerast“ Einn laumaðist inn í Egilshöll um miðjan dag til að vera fremstur og annar ætlar að sjá sjöundu Stjörnustríðsmyndina sjö sinnum. 17. desember 2015 12:00 Uppnám á Star Wars-sýningu í Egilshöll: „Ótrúlegt að þetta þurfi að gerast á stærstu stundinni í okkar löngu sögu“ Undir lok miðnætursýningarinnar á Star Wars í Egilshöll í nótt fraus myndin ítrekað – hátt í tíu sinnum og í fjölmargar sekúndur í hvert skipti. 17. desember 2015 09:02 Allt útlit fyrir að Star Wars slái öll met Tekjur af Star Wars nema 8,4 milljörðum á fyrstu tveimur sýningadögum. 18. desember 2015 10:59 Mest lesið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Sopranos-stjarna látin Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fleiri fréttir Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Breski leikarinn Daniel Craig, sem er hvað þekktastur fyrir að leika njósnara hennar hátignar James Bond, fer með lítið hlutverk í sjöundu Stjörnustríðsmyndinni, The Force Awakens.Þeir sem ekki hafa séð myndina ættu að láta staðar numið við lestur fréttarinnar því upplýsingar í henni gætu spillt fyrir áhorfi þeirra sem ekkert vilja vita um söguþráð hennar. Fyrr á þessu ári hafði verið greint frá því að Craig hefði beðið um lítið aukahlutverk í myndinni og sagði leikarinn Simon Pegg frá því, sem leikur geimveru í The Force Awakens, að Craig myndi leika stormsveitarmann. Craig neitaði þessu staðfastlega og sagðist ekki hafa hugmynd um að Pegg væri að tala um og gekk svo langt að segja þessi orð landa síns vera algjört kjaftæði. Nú greina miðlar ytra frá því að Craig hefði leikið lítið hlutverk í myndinni. Sjálfur hafði hann verið við tökur á nýjustu Bond myndinni Spectre í Pinewood-kvikmyndaverinu í Lundúnum en The Force Awakens var tekin upp á sama tíma í kvikmyndaverinu. Aftur eru þeir sem ekki hafa séð myndina varaðir við, ekki lesa lengra ef þú vilt ekkert vita um söguþráð hennar.Frá frumsýningunni í London.vísir/epaEin af aðalsöguhetjum myndarinnar Rey, leikin af Daisy Ridley, er fangi illmennanna á einum tímapunkti en hún reynir að beita hugarafli gegn einum af stormsveitarmönnunum til að fá hann til að leysa sig úr haldi. Er umræddur stormsveitarmaður leikinn af Daniel Craig samkvæmt frásögnum miðla ytra.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Rosalegir búningar á Nexus sýningu á Star Wars í Egilshöll Admiral Ackbar, Svarthöfði, Boba Fett og keisarinn litu við. 18. desember 2015 10:33 Star Wars-frumsýningin: „Ég varla trúi því að þetta sé að gerast“ Einn laumaðist inn í Egilshöll um miðjan dag til að vera fremstur og annar ætlar að sjá sjöundu Stjörnustríðsmyndina sjö sinnum. 17. desember 2015 12:00 Uppnám á Star Wars-sýningu í Egilshöll: „Ótrúlegt að þetta þurfi að gerast á stærstu stundinni í okkar löngu sögu“ Undir lok miðnætursýningarinnar á Star Wars í Egilshöll í nótt fraus myndin ítrekað – hátt í tíu sinnum og í fjölmargar sekúndur í hvert skipti. 17. desember 2015 09:02 Allt útlit fyrir að Star Wars slái öll met Tekjur af Star Wars nema 8,4 milljörðum á fyrstu tveimur sýningadögum. 18. desember 2015 10:59 Mest lesið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Sopranos-stjarna látin Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fleiri fréttir Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Rosalegir búningar á Nexus sýningu á Star Wars í Egilshöll Admiral Ackbar, Svarthöfði, Boba Fett og keisarinn litu við. 18. desember 2015 10:33
Star Wars-frumsýningin: „Ég varla trúi því að þetta sé að gerast“ Einn laumaðist inn í Egilshöll um miðjan dag til að vera fremstur og annar ætlar að sjá sjöundu Stjörnustríðsmyndina sjö sinnum. 17. desember 2015 12:00
Uppnám á Star Wars-sýningu í Egilshöll: „Ótrúlegt að þetta þurfi að gerast á stærstu stundinni í okkar löngu sögu“ Undir lok miðnætursýningarinnar á Star Wars í Egilshöll í nótt fraus myndin ítrekað – hátt í tíu sinnum og í fjölmargar sekúndur í hvert skipti. 17. desember 2015 09:02
Allt útlit fyrir að Star Wars slái öll met Tekjur af Star Wars nema 8,4 milljörðum á fyrstu tveimur sýningadögum. 18. desember 2015 10:59