Tveir fyrrum umbótasinnar í vígahug Lars Christensen skrifar 2. desember 2015 07:00 Spennan á milli Rússlands og Tyrklands hefur aukist hratt eftir að Tyrkir skutu niður rússneska orrustuþotu sem sögð var hafa flogið inn í tyrkneska lofthelgi, og það er nú þegar ljóst að versnandi samskipti þjóðanna munu hafa neikvæðar efnahagslegar afleiðingar í för með sér fyrir báðar þjóðirnar. Frá hagfræðilegu sjónarhorni hefur svipuð þróun átt sér stað í báðum löndunum á síðustu 15 árum – þróun sem hefur átt sér samsvörun í uppgangi forseta landanna tveggja, Vladimírs Pútín og Receps Tayyip Erdogan. Litið var á báða forsetana sem efnahagslega umbótamenn, og efnahagsstefnan bæði í Tyrklandi og Rússlandi upp úr 2000 var greinilega umbótasinnuð. Bæði í Tyrklandi og Rússlandi voru fyrstu ár 21. aldar tímabil opnunar í hagkerfinu, einkavæðingar og minnkunar á ríkisútgjöldum. Það má segja að bæði Pútín og Erdogan hafi verið skínandi dæmi um hið svokallaða Washington-samkomulag á þessum tíma og árangurinn var jákvæður. Rússland náði sér eftir greiðslufallið 1998 og í Tyrklandi varð sterkur hagvöxtur þegar hagkerfið, undir forystu þáverandi forsætisráðherra, Erdogans, vann sig út úr banka- og gjaldmiðilskreppunni 2001-2. Það eru engar ýkjur að segja að 2005 hafi bæði Erdogan og Pútín verið eftirlæti fjármálamarkaðanna, og á þeim tíma var erfitt að finna nokkurn mann á alþjóðlegum fjármálamörkuðum sem hafði eitthvað slæmt að segja um efnahagsstjórn þeirra. Tíu árum síðar er sagan allt önnur – báðir forsetarnir hafa sýnt aukna einræðistilburði, þeim er vantreyst á alþjóðavettvangi og bæði Rússland og Tyrkland hafa glatað ljómanum á fjármálamörkuðum um allan heim. Að miklu leyti stafar það af efnahagskreppunni um allan heim og veikleikanum í kínverska hagkerfinu, en að mörgu leyti er það líka vegna greinilegs viðsnúnings á efnahagsumbótum í báðum löndunum. Um leið og báðir forsetarnir hafa orðið ráðríkari hefur efnahagsstefna þeirra færst í auknum mæli í átt til ríkisafskipta, mismununar og verndarstefnu. Það er sannarlega ekki hjálplegt fyrir langtímahagvöxt og líklegt að bæði hagkerfin muni halda áfram að hægja á sér næsta áratuginn.Tvenns konar meginleitni: Lýðfræði og olíuverð Framtíðin virðist vissulega bjartari fyrir Tyrkland en Rússland og þótt rússneska hagkerfið sé núna meira en tvöfalt stærra en það tyrkneska er líklegt að það breytist verulega á komandi áratugum þar sem Tyrkland mun sennilega vaxa mun hraðar en Rússland. Ástæðan fyrir þessu sést í tvenns konar meginleitni. Í fyrsta lagi eru það horfur hvað varðar olíuverð. Þar sem hagvöxtur í Kína mun fyrirsjáanlega minnka enn meira næsta áratuginn og tæknibreytingar gera olíuleit ódýrari gæti olíuverð orðið lágt lengi enn. Fyrir olíuútflytjandann Rússland eru þetta augljóslega slæmar fréttir, en Tyrkland er orkuinnflytjandi og mun hagnast á lágu olíuverði. Tyrkland mun jafnframt hagnast á annars konar leitni – hinni lýðfræðilegu. Tyrkneska þjóðin er mjög ung og fólksfjölgun er mikil. Þetta þýðir að vinnuafl í Tyrklandi mun vaxa mikið á komandi áratug. Hins vegar eru lýðfræðilegar horfur í Rússlandi hræðilegar. Mjög lág fæðingartíðni eftir hrun Sovétríkjanna þýðir að Rússar sjá nú fram á áframhaldandi mikla minnkun á vinnuafli. Í raun gæti vinnuafl Rússa dregist saman um þriðjung á komandi áratugum. Þetta hefur nú þegar slæm áhrif á rússneskan hagvöxt og svo mun verða áfram á komandi áratugum. Þótt ríkisafskiptastefna bæði Erdogans og Pútíns séu slæmar fréttir – sér Erdogan þó fram á verulegan efnahagslegan meðbyr, en Pútín stendur frammi fyrir mjög erfiðum kerfislegum áskorunum. Því miður lítur út fyrir að Pútín reyni að takast á við þessi verkefni með því að verða sífellt ágengari í utanríkisstefnu sinni í stað þess að sækjast eftir nauðsynlegum efnahagsumbótum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun
Spennan á milli Rússlands og Tyrklands hefur aukist hratt eftir að Tyrkir skutu niður rússneska orrustuþotu sem sögð var hafa flogið inn í tyrkneska lofthelgi, og það er nú þegar ljóst að versnandi samskipti þjóðanna munu hafa neikvæðar efnahagslegar afleiðingar í för með sér fyrir báðar þjóðirnar. Frá hagfræðilegu sjónarhorni hefur svipuð þróun átt sér stað í báðum löndunum á síðustu 15 árum – þróun sem hefur átt sér samsvörun í uppgangi forseta landanna tveggja, Vladimírs Pútín og Receps Tayyip Erdogan. Litið var á báða forsetana sem efnahagslega umbótamenn, og efnahagsstefnan bæði í Tyrklandi og Rússlandi upp úr 2000 var greinilega umbótasinnuð. Bæði í Tyrklandi og Rússlandi voru fyrstu ár 21. aldar tímabil opnunar í hagkerfinu, einkavæðingar og minnkunar á ríkisútgjöldum. Það má segja að bæði Pútín og Erdogan hafi verið skínandi dæmi um hið svokallaða Washington-samkomulag á þessum tíma og árangurinn var jákvæður. Rússland náði sér eftir greiðslufallið 1998 og í Tyrklandi varð sterkur hagvöxtur þegar hagkerfið, undir forystu þáverandi forsætisráðherra, Erdogans, vann sig út úr banka- og gjaldmiðilskreppunni 2001-2. Það eru engar ýkjur að segja að 2005 hafi bæði Erdogan og Pútín verið eftirlæti fjármálamarkaðanna, og á þeim tíma var erfitt að finna nokkurn mann á alþjóðlegum fjármálamörkuðum sem hafði eitthvað slæmt að segja um efnahagsstjórn þeirra. Tíu árum síðar er sagan allt önnur – báðir forsetarnir hafa sýnt aukna einræðistilburði, þeim er vantreyst á alþjóðavettvangi og bæði Rússland og Tyrkland hafa glatað ljómanum á fjármálamörkuðum um allan heim. Að miklu leyti stafar það af efnahagskreppunni um allan heim og veikleikanum í kínverska hagkerfinu, en að mörgu leyti er það líka vegna greinilegs viðsnúnings á efnahagsumbótum í báðum löndunum. Um leið og báðir forsetarnir hafa orðið ráðríkari hefur efnahagsstefna þeirra færst í auknum mæli í átt til ríkisafskipta, mismununar og verndarstefnu. Það er sannarlega ekki hjálplegt fyrir langtímahagvöxt og líklegt að bæði hagkerfin muni halda áfram að hægja á sér næsta áratuginn.Tvenns konar meginleitni: Lýðfræði og olíuverð Framtíðin virðist vissulega bjartari fyrir Tyrkland en Rússland og þótt rússneska hagkerfið sé núna meira en tvöfalt stærra en það tyrkneska er líklegt að það breytist verulega á komandi áratugum þar sem Tyrkland mun sennilega vaxa mun hraðar en Rússland. Ástæðan fyrir þessu sést í tvenns konar meginleitni. Í fyrsta lagi eru það horfur hvað varðar olíuverð. Þar sem hagvöxtur í Kína mun fyrirsjáanlega minnka enn meira næsta áratuginn og tæknibreytingar gera olíuleit ódýrari gæti olíuverð orðið lágt lengi enn. Fyrir olíuútflytjandann Rússland eru þetta augljóslega slæmar fréttir, en Tyrkland er orkuinnflytjandi og mun hagnast á lágu olíuverði. Tyrkland mun jafnframt hagnast á annars konar leitni – hinni lýðfræðilegu. Tyrkneska þjóðin er mjög ung og fólksfjölgun er mikil. Þetta þýðir að vinnuafl í Tyrklandi mun vaxa mikið á komandi áratug. Hins vegar eru lýðfræðilegar horfur í Rússlandi hræðilegar. Mjög lág fæðingartíðni eftir hrun Sovétríkjanna þýðir að Rússar sjá nú fram á áframhaldandi mikla minnkun á vinnuafli. Í raun gæti vinnuafl Rússa dregist saman um þriðjung á komandi áratugum. Þetta hefur nú þegar slæm áhrif á rússneskan hagvöxt og svo mun verða áfram á komandi áratugum. Þótt ríkisafskiptastefna bæði Erdogans og Pútíns séu slæmar fréttir – sér Erdogan þó fram á verulegan efnahagslegan meðbyr, en Pútín stendur frammi fyrir mjög erfiðum kerfislegum áskorunum. Því miður lítur út fyrir að Pútín reyni að takast á við þessi verkefni með því að verða sífellt ágengari í utanríkisstefnu sinni í stað þess að sækjast eftir nauðsynlegum efnahagsumbótum.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun