Forþjöppuhik úr sögunni hjá Volvo Finnur Thorlacius skrifar 4. desember 2015 11:23 Í nýjum Volvo S90 bíl kynnir Volvo nýja tækni sem kemur í veg fyrir svokallað forþjöppuhik, sem eigendur bíla með forþjöppur þekkja vel og pirra sig yfir. Hefðbundnar forþjöppur fara ekki að skila afli fyrr en vélin nær að pumpa í þær nægu lofti og það gerist yfirleitt ekki fyrr en snúningur vélanna fer á skrið. Oft líður meira en ein sekúnda frá því að stigið er hressilega á eldsneytisgjöfina þangað til forþjöppurnar fara að skila einhverju viðbótarafli. Þessum biðtíma segir Volvo að þeim hafi tekist að eyða með nýrri “PowerPulse”-tækni þar sem háþrýst loft er geymt í 2 lítra tanki og við stig á eldsneytisgjöfina þrýstist loftið samstundis inní forþjöppuna og hún nær fullu afli strax. Þetta krefst náttúrulega loftpressu sem sér til þess að háþrýst loft sá ávallt á þessum litla tanki. Með þessari tækni segir Volvo að teggja lítra díslvél þeirra í S90 bílnum tryggi honum hraðari upptöku en sambærilegir bílar að stærð með 3,0 lítra dísilvélum. Sjá má úskýringu á þessari nýju tækni Volvo í meðfylgjandi myndskeiði. Bílar video Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent
Í nýjum Volvo S90 bíl kynnir Volvo nýja tækni sem kemur í veg fyrir svokallað forþjöppuhik, sem eigendur bíla með forþjöppur þekkja vel og pirra sig yfir. Hefðbundnar forþjöppur fara ekki að skila afli fyrr en vélin nær að pumpa í þær nægu lofti og það gerist yfirleitt ekki fyrr en snúningur vélanna fer á skrið. Oft líður meira en ein sekúnda frá því að stigið er hressilega á eldsneytisgjöfina þangað til forþjöppurnar fara að skila einhverju viðbótarafli. Þessum biðtíma segir Volvo að þeim hafi tekist að eyða með nýrri “PowerPulse”-tækni þar sem háþrýst loft er geymt í 2 lítra tanki og við stig á eldsneytisgjöfina þrýstist loftið samstundis inní forþjöppuna og hún nær fullu afli strax. Þetta krefst náttúrulega loftpressu sem sér til þess að háþrýst loft sá ávallt á þessum litla tanki. Með þessari tækni segir Volvo að teggja lítra díslvél þeirra í S90 bílnum tryggi honum hraðari upptöku en sambærilegir bílar að stærð með 3,0 lítra dísilvélum. Sjá má úskýringu á þessari nýju tækni Volvo í meðfylgjandi myndskeiði.
Bílar video Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent