„Þeir eru komnir aftur í gang“ Samúel Karl Ólason skrifar 7. desember 2015 17:45 GameTívíbræðurnir Óli og Sverrir kíktu nýverið á nýjasta Call of Duty leikinn, Black Ops III. Óli segir að þrátt fyrir að serían hafi átt misjafna spretti síðustu árin séu þeir nú komnir aftur í gang. Graffíkin hafi aldrei verið betri. Hljóðið sé einnig gott og að fjölspilun sé hraður og skemmtilegur. Jafnvel of skemmtilegur. Óli veltir upp þeirri hugmynd hvort að ekki sé þörf á stað þar sem eldra fólk getur komið saman og spilað við hvort annað. Óli segir að í rauninni sé Call of Duty þrír leikir í einum. Aðdáendur hafi verið hættir að spila sig í gegnum söguþráð leikjanna og því hafi starfsmenn Treyarch brugðið á það ráð að gera fólki kleyft að spila söguþráðinn saman. Þó sé söguþráðurinn „þynnri en pappír“. Annar hluti sem hefur notið mikilla vinsælda er Zombiehluti leiksins. Óli segir það skila sér mjög vel að þessu sinni. „Steiktara, en fjölbreyttara á sama tíma,“ eins og hann orðar það. Sá þriðji og stærsti sé fjölspilunin sem ávallt nýtur mikilla vinsælda. Þar má einnig finna nokkrar nýjungar. Í innslaginu sem sjá má hér að neðan fer Óli yfir helstu atriði leiksins og kveður upp dóm sinn. Gametíví Leikjavísir Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Sjá meira
GameTívíbræðurnir Óli og Sverrir kíktu nýverið á nýjasta Call of Duty leikinn, Black Ops III. Óli segir að þrátt fyrir að serían hafi átt misjafna spretti síðustu árin séu þeir nú komnir aftur í gang. Graffíkin hafi aldrei verið betri. Hljóðið sé einnig gott og að fjölspilun sé hraður og skemmtilegur. Jafnvel of skemmtilegur. Óli veltir upp þeirri hugmynd hvort að ekki sé þörf á stað þar sem eldra fólk getur komið saman og spilað við hvort annað. Óli segir að í rauninni sé Call of Duty þrír leikir í einum. Aðdáendur hafi verið hættir að spila sig í gegnum söguþráð leikjanna og því hafi starfsmenn Treyarch brugðið á það ráð að gera fólki kleyft að spila söguþráðinn saman. Þó sé söguþráðurinn „þynnri en pappír“. Annar hluti sem hefur notið mikilla vinsælda er Zombiehluti leiksins. Óli segir það skila sér mjög vel að þessu sinni. „Steiktara, en fjölbreyttara á sama tíma,“ eins og hann orðar það. Sá þriðji og stærsti sé fjölspilunin sem ávallt nýtur mikilla vinsælda. Þar má einnig finna nokkrar nýjungar. Í innslaginu sem sjá má hér að neðan fer Óli yfir helstu atriði leiksins og kveður upp dóm sinn.
Gametíví Leikjavísir Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Sjá meira