George Lucas segir skoðun sína á nýju Star Wars-myndinni Birgir Olgeirsson skrifar 8. desember 2015 07:35 George Lucas. Vísir/Getty Nú þegar styttist í frumsýningu á sjöundu Stjörnustríðsmyndinni, The Force Awakens, hafa ansi margir áhuga á að vita hvað George Lucas, sá sem skapaði Stjörnustríðsheiminn á áttunda áratug síðustu aldar, finnst um þessa mynd. Hún verður sú fyrsta sem Lucas kemur ekki nálægt en hann seldi fyrirtækið sitt Lucasfilm til Disney árið 2012 fyrir fjóra milljarða dala en með fyrirtækinu fylgdi rétturinn að Stjörnustríðsmyndunum. Forstjóri Lucasfilm í dag, Kathleen Kennedy, sagði nýverið við fjölmiðla vestanhafs að Lucas hefði séð The Force Awakens og að honum hefði líkað hún. Fjölmiðlar náðu síðan í skottið á Lucas síðastliðinn sunnudag þegar hann var heiðraður fyrir framlag sitt til menningar og lista á lífsleiðinni í Kennedy Center í Washington. Hann staldraði við nógu lengi á rauð dreglinum til að svara spurningunni hvernig honum hefði líkað við sjöundu myndina. „Ég held að aðdáendur eigi eftir að elska hana. Þetta er myndin sem þeir hafa beðið eftir,“ svaraði Lucas. Hafa margir fjölmiðlar reynt að túlka þessi orð Lucas, hvort honum líkaði myndin eða ekki. Hann sagði ekki beint að honum sjálfum líkaði hún en sagði hins vegar að hún væri þannig gerð að aðdáendur ættu eftir að elska hana. Bíó og sjónvarp Star Wars Tengdar fréttir Hefur forðast internetið frá árinu 2000 George Lucas segir ástæðuna að hluta til vera svo hann lesi ekki neikvæða hluti um sig. 1. desember 2015 11:52 Google leyfir Star Wars-aðdáendum að velja á milli góðs og ills Hluti af herferð Disney og Google fyrir frumsýningu á sjöundu Stjörnustríðsmyndinni. 24. nóvember 2015 10:07 Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Nú þegar styttist í frumsýningu á sjöundu Stjörnustríðsmyndinni, The Force Awakens, hafa ansi margir áhuga á að vita hvað George Lucas, sá sem skapaði Stjörnustríðsheiminn á áttunda áratug síðustu aldar, finnst um þessa mynd. Hún verður sú fyrsta sem Lucas kemur ekki nálægt en hann seldi fyrirtækið sitt Lucasfilm til Disney árið 2012 fyrir fjóra milljarða dala en með fyrirtækinu fylgdi rétturinn að Stjörnustríðsmyndunum. Forstjóri Lucasfilm í dag, Kathleen Kennedy, sagði nýverið við fjölmiðla vestanhafs að Lucas hefði séð The Force Awakens og að honum hefði líkað hún. Fjölmiðlar náðu síðan í skottið á Lucas síðastliðinn sunnudag þegar hann var heiðraður fyrir framlag sitt til menningar og lista á lífsleiðinni í Kennedy Center í Washington. Hann staldraði við nógu lengi á rauð dreglinum til að svara spurningunni hvernig honum hefði líkað við sjöundu myndina. „Ég held að aðdáendur eigi eftir að elska hana. Þetta er myndin sem þeir hafa beðið eftir,“ svaraði Lucas. Hafa margir fjölmiðlar reynt að túlka þessi orð Lucas, hvort honum líkaði myndin eða ekki. Hann sagði ekki beint að honum sjálfum líkaði hún en sagði hins vegar að hún væri þannig gerð að aðdáendur ættu eftir að elska hana.
Bíó og sjónvarp Star Wars Tengdar fréttir Hefur forðast internetið frá árinu 2000 George Lucas segir ástæðuna að hluta til vera svo hann lesi ekki neikvæða hluti um sig. 1. desember 2015 11:52 Google leyfir Star Wars-aðdáendum að velja á milli góðs og ills Hluti af herferð Disney og Google fyrir frumsýningu á sjöundu Stjörnustríðsmyndinni. 24. nóvember 2015 10:07 Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Hefur forðast internetið frá árinu 2000 George Lucas segir ástæðuna að hluta til vera svo hann lesi ekki neikvæða hluti um sig. 1. desember 2015 11:52
Google leyfir Star Wars-aðdáendum að velja á milli góðs og ills Hluti af herferð Disney og Google fyrir frumsýningu á sjöundu Stjörnustríðsmyndinni. 24. nóvember 2015 10:07