Evo velur Porsche Cayman GT4 sportbíl ársins Finnur Thorlacius skrifar 8. desember 2015 10:30 Nú þegar árið er á enda er tilhlýðilegt að finna út hvaða bílaframleiðandi skóp besta bílinn sem fá má á þessu ári. Þetta gerir breska bílatímaritið Evo á hverju ári og í ár völdu blaðamenn þess skosku hálöndin til að prófa þá bíla sem komust í úrslit í ár. Það voru bílarnir Peugeot 208 GTi, Lamborghini Aventador SV, Seat Leon Cupra Sub8, McLaren 675LT, Porsche 911 GT3 RS, Porsche Cayman GT4, Honda Civic Type R, Ferrari 488 GTB, Chevrolet Camaro Z/28, Lotus Evora 400 og Mercedes Benz-AMG GT S. Svo að fleiri raddir heyrðust við mat á bílunum en eingöngu blaðamanna Evo fékk tímaritið keppnisökubræðurna Marino og Dario Franchitti til akstursins og dóma á bílunum. Niðurstaða þeirra allra var sú að Porsche Cayman GT4 væri besti bíllinn sem fá má í ár og í meðfylgjandi myndskeiði, sem er bæði langt og sérlega vel unnið, útskýra þeir af hverju þessi bíll á skilið þennan heiður. Bílar video Fréttir ársins 2015 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent
Nú þegar árið er á enda er tilhlýðilegt að finna út hvaða bílaframleiðandi skóp besta bílinn sem fá má á þessu ári. Þetta gerir breska bílatímaritið Evo á hverju ári og í ár völdu blaðamenn þess skosku hálöndin til að prófa þá bíla sem komust í úrslit í ár. Það voru bílarnir Peugeot 208 GTi, Lamborghini Aventador SV, Seat Leon Cupra Sub8, McLaren 675LT, Porsche 911 GT3 RS, Porsche Cayman GT4, Honda Civic Type R, Ferrari 488 GTB, Chevrolet Camaro Z/28, Lotus Evora 400 og Mercedes Benz-AMG GT S. Svo að fleiri raddir heyrðust við mat á bílunum en eingöngu blaðamanna Evo fékk tímaritið keppnisökubræðurna Marino og Dario Franchitti til akstursins og dóma á bílunum. Niðurstaða þeirra allra var sú að Porsche Cayman GT4 væri besti bíllinn sem fá má í ár og í meðfylgjandi myndskeiði, sem er bæði langt og sérlega vel unnið, útskýra þeir af hverju þessi bíll á skilið þennan heiður.
Bílar video Fréttir ársins 2015 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent