Bretar vilja skipta út dísilbílum Finnur Thorlacius skrifar 20. nóvember 2015 15:56 Bílar sem brenna dísilolíu verða nú síóvinsælli vegna NOx mengunar þeirra. Umhverfisnefnd breska þingsins hefur mælt með því að breska ríkið bjóði þeim sem hugsað geta sér að skipta út dísilbílum sínum fyrir bensínbíla sérstakan útskiptibónus. Einnig er lagt til að skattar á bíla séu hærri ef þeir menga NOx nituroxíssamböndum, líkt og dísilbílar gera umfram bensínbíla. Þá gangrýnir nefndin einnig þá skattastefnu sem samþykkt var síðast á þinginu og tók ekki mið af NOx mengun, heldur aðeins CO2 mengun, líkt og er við lýði hér á landi. Þar hafi ríkið misst af góðu tækifæri til að taka á mengun dísilbíla, sérlega þeirra sem menga mikið af efnasambandinu. Evrópusambandið hefur lýst NOx efnasamböndum sem krabbameinsvaldandi og á því liggi enginn vafi. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent
Umhverfisnefnd breska þingsins hefur mælt með því að breska ríkið bjóði þeim sem hugsað geta sér að skipta út dísilbílum sínum fyrir bensínbíla sérstakan útskiptibónus. Einnig er lagt til að skattar á bíla séu hærri ef þeir menga NOx nituroxíssamböndum, líkt og dísilbílar gera umfram bensínbíla. Þá gangrýnir nefndin einnig þá skattastefnu sem samþykkt var síðast á þinginu og tók ekki mið af NOx mengun, heldur aðeins CO2 mengun, líkt og er við lýði hér á landi. Þar hafi ríkið misst af góðu tækifæri til að taka á mengun dísilbíla, sérlega þeirra sem menga mikið af efnasambandinu. Evrópusambandið hefur lýst NOx efnasamböndum sem krabbameinsvaldandi og á því liggi enginn vafi.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent