Bíó og sjónvarp

Chris Hemsworth létti sig ískyggilega mikið fyrir nýjustu mynd sína

Birgir Olgeirsson skrifar
Chris Hemsworth á meðan tökum á myndinni In the Heart of the Sea stóð.
Chris Hemsworth á meðan tökum á myndinni In the Heart of the Sea stóð. Vísir/Twitter
Leikarinn Chris Hemsworth lagði töluvert á sig fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni In the Heart of the Sea. Hemsworth var með opið spjall við aðdáendur sína á samfélagsmiðlinum Twitter í dag undir myllumerkinu #AskChrisHemsworth.

Þar var leikarinn spurður hvað hefði verið erfiðast við tökurnar á þeirri mynd og svaraði hann því að megrunin hefði verið lang erfiðust.

Myndin er byggð á sannri sögu sem veitti rithöfundinum Herman Melville innblástur að sögunni Moby Dick. Leikur Hemsworth sjómann sem týnist úti á hafi og horast þá töluvert niður þar sem hann hafði ekki greiðan aðgang að æti. Deildi Hemsworth mynd með aðdáendum sínum á Twitter sem sýndi afraksturinn.

Á meðan kúrnum stóð innbyrti hann aðeins 500 hitaeiningar á dag sem er langt undir daglegri orkuþörf fullorðinna.

In the Heart of the Sea verður frumsýnd 11. desember næstkomandi á Íslandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×