Mestu bíóskellir ársins samkvæmt Forbes Birgir Olgeirsson skrifar 26. nóvember 2015 16:45 Bill Murray í Rock the Kasbah sem er versti skellur ársins samkvæmt samantekt Forbes. Vísir/IMDB Bandaríska tímaritið Forbes hefur tekið saman lista yfir verstu skelli ársins 2015 þegar kemur að kvikmyndum. Við vinnslu á listanum bar Forbes saman áætlaðan framleiðslukostnað myndanna og tekjurnar sem þær skiluðu. Nær listinn yfir þær myndir sem voru sýndar á þessu ári, nánar tiltekið á tímabilinu 1. janúar til 18. nóvember síðastliðinn.Forbes skoðaði aðeins tölur yfir myndir sem voru sýndar í fleiri en tvö þúsund kvikmyndasölum og ekki voru ekki teknar með myndir sem voru frumsýndar í nóvember. Tölur yfir miðasölutekjur voru fengnar frá Box OfficeMojo sem býr yfir upplýsingum um tekjur kvikmynda á heimsvísu. Ekki er litið á dóma sem myndirnar fengu, heldur einungis hvernig þeim gekk í miðasölu á heimsvísu. Til að mynda er skemmtilegt að skoða mynd eins og FantasticFour sem kom í sumar. Myndin beið afhroð á meðal gagnrýnenda. Kostaði um 120 milljónir dollara í framleiðslu og þénaði aðeins 56 milljónir dollara í miðasölu kvikmyndahúsa í Bandaríkjunum. Hins vegar náði hún að hífa sig verulega upp „ytra" þar sem hún þénaði 111 milljónir dollara í miðasölu og stóð því uppi með 167 milljónir dollara í heildar tekjur á heimsvísu.Sjá einnig: Fantastic Four sögð ævintýralega leiðinleg og leikstjórinn afneitar henni Í fyrsta sæti á listanum er kvikmyndin RockTheKasbah. Leikstjóri myndarinnar er BarryLevinson og fer BillMurray með aðalhlutverkið. Myndin kostaði um 15 milljónir dollara í framleiðslu en skilaði aðeins 2,9 milljónum til baka í gegnum miðasölu kvikmyndahúsa. Endurheimtur á kostnaði voru því ekki nema 19 prósent. Í öðru sæti er myndin TheGunman. Óskarverðlaunahafinn Sean Penn lék ekki aðeins aðalhlutverkið í þeirri mynd heldur var hann einn af framleiðendum og handritshöfundum myndarinnar. Myndin kostaði 40 milljónir dollara í framleiðslu en þénaði aðeins 10,7 milljónir dollara í kvikmyndahúsum. Endurheimti því aðeins 27 prósent af kostnaði. Í þriðja sæti er kvikmyndin Blackhat. Leikstjóri hennar er Michael Mann og fer hjartaknúsarinn ChrisHemsworth með aðalhlutverkið. Myndin kostaði 70 milljónir dollara í framleiðslu, þénaði 19,4 milljónir dollara í miðasölu kvikmyndahúsa og endurheimti því 28 prósent af kostnaðinum. Í fjórða sæti er UnfinishedBusiness með VinceVaughn í aðalhlutverki. Kostaði 35 milljónir dollara í framleiðslu, þénaði 14,1 milljón dollara. Endurheimti því 41 prósent af kostnaðinum. Í fimmta sæti er Jem and the Holograms. Kostaði fimm milljónir í framleiðslu en skilaði 2,3 milljónum, 46 prósentum, til baka. Í sjötta sæti er Self/Less. Kostaði 26 milljónir dollara. Skilaði 12,3 milljónum, 47 prósentum afkostnaði, í tekjur.Í sjöunda sæti er AmericanUltra. Kostaði 28 milljónir en tekjurnar vour 15,4 milljónir, 55 prósent af kostnaði.8. WeareYourFriends. Kostaði 6 milljónir dollara en tekjurnar námu 3,6 milljónum, 60 prósent af kostnaði.9. Aloha. Kostaði 37 milljónir dollara. Tekjurnar námu 26,3 milljónum dollara, 71 prósent af kostnaði.10. Mortdecai. Kostaði 60 milljónir dollara en tekjurnar námu 47,3 milljónum dollara, 79 prósentum af kostnaði.11. Pan. Kostaði 150 milljónir dollara, tekjurnar námu 119,8 milljónum króna, 80 prósent af kostnaði.12. HotTubeTimeMachine 2. Kostaði 14 milljónir en tekjurnar námu 13,1 milljón, 94 prósent af kostnaði.13. JupiterAscending. Kostaði 176 milljónir dollara, tekjurnar námu 183,9 milljónum dollara, 104 prósent af kostnaði.14. Tomorrowland. Kostaði 190 milljónir í framleiðslu, tekjurnar námu 209 milljónum dollara, 110 prósent af kostnaði.15. CrimsonPeak. Kostaði 55 milljónir dollara, tekjurnar námu 62,6 milljónum dollara, 114 prósent af tekjum. Bíó og sjónvarp Fréttir ársins 2015 Mest lesið „Risa tilkynning“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Bandaríska tímaritið Forbes hefur tekið saman lista yfir verstu skelli ársins 2015 þegar kemur að kvikmyndum. Við vinnslu á listanum bar Forbes saman áætlaðan framleiðslukostnað myndanna og tekjurnar sem þær skiluðu. Nær listinn yfir þær myndir sem voru sýndar á þessu ári, nánar tiltekið á tímabilinu 1. janúar til 18. nóvember síðastliðinn.Forbes skoðaði aðeins tölur yfir myndir sem voru sýndar í fleiri en tvö þúsund kvikmyndasölum og ekki voru ekki teknar með myndir sem voru frumsýndar í nóvember. Tölur yfir miðasölutekjur voru fengnar frá Box OfficeMojo sem býr yfir upplýsingum um tekjur kvikmynda á heimsvísu. Ekki er litið á dóma sem myndirnar fengu, heldur einungis hvernig þeim gekk í miðasölu á heimsvísu. Til að mynda er skemmtilegt að skoða mynd eins og FantasticFour sem kom í sumar. Myndin beið afhroð á meðal gagnrýnenda. Kostaði um 120 milljónir dollara í framleiðslu og þénaði aðeins 56 milljónir dollara í miðasölu kvikmyndahúsa í Bandaríkjunum. Hins vegar náði hún að hífa sig verulega upp „ytra" þar sem hún þénaði 111 milljónir dollara í miðasölu og stóð því uppi með 167 milljónir dollara í heildar tekjur á heimsvísu.Sjá einnig: Fantastic Four sögð ævintýralega leiðinleg og leikstjórinn afneitar henni Í fyrsta sæti á listanum er kvikmyndin RockTheKasbah. Leikstjóri myndarinnar er BarryLevinson og fer BillMurray með aðalhlutverkið. Myndin kostaði um 15 milljónir dollara í framleiðslu en skilaði aðeins 2,9 milljónum til baka í gegnum miðasölu kvikmyndahúsa. Endurheimtur á kostnaði voru því ekki nema 19 prósent. Í öðru sæti er myndin TheGunman. Óskarverðlaunahafinn Sean Penn lék ekki aðeins aðalhlutverkið í þeirri mynd heldur var hann einn af framleiðendum og handritshöfundum myndarinnar. Myndin kostaði 40 milljónir dollara í framleiðslu en þénaði aðeins 10,7 milljónir dollara í kvikmyndahúsum. Endurheimti því aðeins 27 prósent af kostnaði. Í þriðja sæti er kvikmyndin Blackhat. Leikstjóri hennar er Michael Mann og fer hjartaknúsarinn ChrisHemsworth með aðalhlutverkið. Myndin kostaði 70 milljónir dollara í framleiðslu, þénaði 19,4 milljónir dollara í miðasölu kvikmyndahúsa og endurheimti því 28 prósent af kostnaðinum. Í fjórða sæti er UnfinishedBusiness með VinceVaughn í aðalhlutverki. Kostaði 35 milljónir dollara í framleiðslu, þénaði 14,1 milljón dollara. Endurheimti því 41 prósent af kostnaðinum. Í fimmta sæti er Jem and the Holograms. Kostaði fimm milljónir í framleiðslu en skilaði 2,3 milljónum, 46 prósentum, til baka. Í sjötta sæti er Self/Less. Kostaði 26 milljónir dollara. Skilaði 12,3 milljónum, 47 prósentum afkostnaði, í tekjur.Í sjöunda sæti er AmericanUltra. Kostaði 28 milljónir en tekjurnar vour 15,4 milljónir, 55 prósent af kostnaði.8. WeareYourFriends. Kostaði 6 milljónir dollara en tekjurnar námu 3,6 milljónum, 60 prósent af kostnaði.9. Aloha. Kostaði 37 milljónir dollara. Tekjurnar námu 26,3 milljónum dollara, 71 prósent af kostnaði.10. Mortdecai. Kostaði 60 milljónir dollara en tekjurnar námu 47,3 milljónum dollara, 79 prósentum af kostnaði.11. Pan. Kostaði 150 milljónir dollara, tekjurnar námu 119,8 milljónum króna, 80 prósent af kostnaði.12. HotTubeTimeMachine 2. Kostaði 14 milljónir en tekjurnar námu 13,1 milljón, 94 prósent af kostnaði.13. JupiterAscending. Kostaði 176 milljónir dollara, tekjurnar námu 183,9 milljónum dollara, 104 prósent af kostnaði.14. Tomorrowland. Kostaði 190 milljónir í framleiðslu, tekjurnar námu 209 milljónum dollara, 110 prósent af kostnaði.15. CrimsonPeak. Kostaði 55 milljónir dollara, tekjurnar námu 62,6 milljónum dollara, 114 prósent af tekjum.
Bíó og sjónvarp Fréttir ársins 2015 Mest lesið „Risa tilkynning“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira