Nú þegar leikkonan Jennifer Lawrence hefur leikið í sinni síðustu mynd um Hungurleikana er hún komin með augun á næsta verkefni sitt. Óskarsverðlaunahafinn ætlar að setjast í stól leikstjóra í næsta verkefni en Lawrence sagði við Entertainment Weekly að myndin verði gamanmynd sem byggð er á greininni Project Delirium.
Greinin fjallaði um sálfræði hernað á sjöunda áratug síðustu aldar þar sem gerðar voru tilraunir með ofskynjunarlyf á fólki.
Lawrence sagði við Entertainment Weekly að hana hafi dreymt um leikstjórastólinn jafn lengi og hana hefur langað að leika.
