Friðrik Þór lendir í tónlistarmyndbandi og tekur til sinna ráða Stefán Árni Pálsson skrifar 12. nóvember 2015 09:00 Friðrik Þór fer á kostum. vísir Friðrik Þór Friðriksson er þekktari fyrir að vera bak við myndavélina, en hann er fyrir framan hana í nýju myndbandi með hljómsveitinni Jane Telephonda við lagið Transmuted Saltness. Óhætt er að hvetja áhorfendur til að horfa á myndbandið til enda, án þess að upplýsa um óvænt málalok. Hljómsveitina Jane Telephonda skipa hjónin Ásdís Rósa Þórðardóttir og Ívar Páll Jónsson, en sá síðarnefndi samdi konseptplötuna og leikverkið Revolution in the Elbow of Ragnar Agnarsson Furniture Painter, sem kom út á síðasta ári. Ívar samdi söguþráð myndbandsins, ásamt Gunnlaugi bróður sínum, sem leikstýrði því. „Það kom bara einn maður til greina í þetta hlutverk,“ segir Ívar, spurður um aðalhlutverkið. „Friðrik Þór er góður vinur minn og hann er mikill listamaður. Myndbandið fær fyrst á sig cinematískan blæ þegar Friðrik stígur inn í það. Hann er sterkur karakter og hann þolir illa múður, eins og kemur svo berlega í ljós í enda myndbandsins.“ Lagið Transmuted Saltness kemur út 27. nóvember hjá bandaríska „indie“ útgáfufyrirtækinu Mother West. Því verður dreift á alla stafræna miðla, svo sem Spotify og Apple Music. Hægt er að nálgast meiri upplýsingar um Jane Telephonda á síðunni hennar. Tækni Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Friðrik Þór Friðriksson er þekktari fyrir að vera bak við myndavélina, en hann er fyrir framan hana í nýju myndbandi með hljómsveitinni Jane Telephonda við lagið Transmuted Saltness. Óhætt er að hvetja áhorfendur til að horfa á myndbandið til enda, án þess að upplýsa um óvænt málalok. Hljómsveitina Jane Telephonda skipa hjónin Ásdís Rósa Þórðardóttir og Ívar Páll Jónsson, en sá síðarnefndi samdi konseptplötuna og leikverkið Revolution in the Elbow of Ragnar Agnarsson Furniture Painter, sem kom út á síðasta ári. Ívar samdi söguþráð myndbandsins, ásamt Gunnlaugi bróður sínum, sem leikstýrði því. „Það kom bara einn maður til greina í þetta hlutverk,“ segir Ívar, spurður um aðalhlutverkið. „Friðrik Þór er góður vinur minn og hann er mikill listamaður. Myndbandið fær fyrst á sig cinematískan blæ þegar Friðrik stígur inn í það. Hann er sterkur karakter og hann þolir illa múður, eins og kemur svo berlega í ljós í enda myndbandsins.“ Lagið Transmuted Saltness kemur út 27. nóvember hjá bandaríska „indie“ útgáfufyrirtækinu Mother West. Því verður dreift á alla stafræna miðla, svo sem Spotify og Apple Music. Hægt er að nálgast meiri upplýsingar um Jane Telephonda á síðunni hennar.
Tækni Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira