Ógnarplága og töfraraunsæi Halla Þórlaug Óskarsdóttir skrifar 12. nóvember 2015 13:00 Töfraraunsæisverk fyrir unglinga, segir í dómnum. Bækur Vetrarfrí Höfundur Hildur Knútsdóttir, Útgefandi JPV útgáfa, Prentun Oddi, Kápa Halla Sigga, 263 bls. Vetrarfrí nefnist nýútkomin bók Hildar Knútsdóttur, en titillinn gefur ekki miklar vísbendingar um innihald bókarinnar. Káputextinn gefur svo sem ekki mikið upp heldur svo lesandinn hefur ekki hugmynd um hvað bíður hans. Það sama má sannarlega segja um sögupersónur bókarinnar, en í upphafi sögunnar er lífið mjög venjulegt. Næstum því óþolandi venjulegt. Bergljót, ein aðalpersóna bókarinnar, er að fara í vetrarfrí og á dagskrá er ekkert nema eitt mjög mikilvægt partí. Hlutirnir æxlast svo auðvitað þannig að hún neyðist til að fara út á land með pabba sínum og Braga, bróður sínum. Dæmigert. En það sem svo gerist er gjörsamlega óskiljanlegt. Einhver plága hefur lagst yfir landið og það eina sem sögupersónurnar skilja er að þær þurfa að flýja. En hvert? Það sem er kannski sterkast í þessari hrollvekju er einmitt hversu eðlilegt allt var. Enginn – ef frá er talinn einn eldgamall „samsæriskenninganöttari“ – gat séð hörmungarnar fyrir. Sagan er dystópísk hliðarveröld við okkar heim. Sögusviðið er Ísland sem við gjörþekkjum – raunar brá undirritaðri dálítið í brún þegar hús, sem hún bjó sjálf í ekki alls fyrir löngu, flækist inn í atburðarásina – Vesturbær Reykjavíkur er nákvæmlega eins og við þekkjum hann, fyrir utan ógnarpláguna. Sagan minnir á sögur af uppvakningum, algjört öryggisleysi. Hverjum má treysta og hver er næstur? Kaflarnir skiptast á milli tveggja sögumanna, systkinanna Bergljótar og Braga. Til að byrja með er óljóst hvers vegna höfundur tekur þessa ákvörðun en það skýrist í seinni hluta bókarinnar. Töluvert af persónum eru kynntar til sögunnar en stór hluti þeirra hverfur af sjónarsviðinu og ekkert heyrist meira af þeim. En lokakaflinn gefur sterklega til kynna að lesendur megi búast við framhaldi af þessu ógnvekjandi Vetrarfríi. Í upphafi er eins og höfundur sé að byrja einhverja allt aðra sögu, en aftur á móti er skiljanlega mikilvægt að búa til hugmyndina um lífið áður en plágan lagðist yfir landið. Fyrsti hluti sögunnar eftir að plágan gerir vart við sig er líka svolítið langdreginn. Hugsanlega er þetta í samræmi við lengd sögunnar í heild sinni, þegar restin hefur litið dagsins ljós. Einnig má ætla að í framhaldinu muni höfundur endurnýja kynni við þær persónur sem hurfu sporlaust af sögusviðinu. Vetrarfrí er virkilega hressandi viðbót við flóru íslenskra unglingabókmennta. Þetta er ekki enn önnur fantasían – að þeim ólöstuðum – heldur er hér komið töfraraunsæisverk fyrir unglinga. Hugsanlega er höfundur sjálfur aðdáandi töfraraunsæisverka, enda vísar hún margsinnis í bókina Hús andanna í textanum. Raunar eru fleiri vísanir í textanum sem eflaust mætti skemmta sér við að ráða, bæði í Biblíuna og samtímadægurlög.Niðurstaða: Hressandi og frumleg viðbót við íslenska unglingabókaflóru. Sagan er dálítið lengi í gang en fléttan er virkilega spennandi og vel útpæld. Bókmenntir Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Bækur Vetrarfrí Höfundur Hildur Knútsdóttir, Útgefandi JPV útgáfa, Prentun Oddi, Kápa Halla Sigga, 263 bls. Vetrarfrí nefnist nýútkomin bók Hildar Knútsdóttur, en titillinn gefur ekki miklar vísbendingar um innihald bókarinnar. Káputextinn gefur svo sem ekki mikið upp heldur svo lesandinn hefur ekki hugmynd um hvað bíður hans. Það sama má sannarlega segja um sögupersónur bókarinnar, en í upphafi sögunnar er lífið mjög venjulegt. Næstum því óþolandi venjulegt. Bergljót, ein aðalpersóna bókarinnar, er að fara í vetrarfrí og á dagskrá er ekkert nema eitt mjög mikilvægt partí. Hlutirnir æxlast svo auðvitað þannig að hún neyðist til að fara út á land með pabba sínum og Braga, bróður sínum. Dæmigert. En það sem svo gerist er gjörsamlega óskiljanlegt. Einhver plága hefur lagst yfir landið og það eina sem sögupersónurnar skilja er að þær þurfa að flýja. En hvert? Það sem er kannski sterkast í þessari hrollvekju er einmitt hversu eðlilegt allt var. Enginn – ef frá er talinn einn eldgamall „samsæriskenninganöttari“ – gat séð hörmungarnar fyrir. Sagan er dystópísk hliðarveröld við okkar heim. Sögusviðið er Ísland sem við gjörþekkjum – raunar brá undirritaðri dálítið í brún þegar hús, sem hún bjó sjálf í ekki alls fyrir löngu, flækist inn í atburðarásina – Vesturbær Reykjavíkur er nákvæmlega eins og við þekkjum hann, fyrir utan ógnarpláguna. Sagan minnir á sögur af uppvakningum, algjört öryggisleysi. Hverjum má treysta og hver er næstur? Kaflarnir skiptast á milli tveggja sögumanna, systkinanna Bergljótar og Braga. Til að byrja með er óljóst hvers vegna höfundur tekur þessa ákvörðun en það skýrist í seinni hluta bókarinnar. Töluvert af persónum eru kynntar til sögunnar en stór hluti þeirra hverfur af sjónarsviðinu og ekkert heyrist meira af þeim. En lokakaflinn gefur sterklega til kynna að lesendur megi búast við framhaldi af þessu ógnvekjandi Vetrarfríi. Í upphafi er eins og höfundur sé að byrja einhverja allt aðra sögu, en aftur á móti er skiljanlega mikilvægt að búa til hugmyndina um lífið áður en plágan lagðist yfir landið. Fyrsti hluti sögunnar eftir að plágan gerir vart við sig er líka svolítið langdreginn. Hugsanlega er þetta í samræmi við lengd sögunnar í heild sinni, þegar restin hefur litið dagsins ljós. Einnig má ætla að í framhaldinu muni höfundur endurnýja kynni við þær persónur sem hurfu sporlaust af sögusviðinu. Vetrarfrí er virkilega hressandi viðbót við flóru íslenskra unglingabókmennta. Þetta er ekki enn önnur fantasían – að þeim ólöstuðum – heldur er hér komið töfraraunsæisverk fyrir unglinga. Hugsanlega er höfundur sjálfur aðdáandi töfraraunsæisverka, enda vísar hún margsinnis í bókina Hús andanna í textanum. Raunar eru fleiri vísanir í textanum sem eflaust mætti skemmta sér við að ráða, bæði í Biblíuna og samtímadægurlög.Niðurstaða: Hressandi og frumleg viðbót við íslenska unglingabókaflóru. Sagan er dálítið lengi í gang en fléttan er virkilega spennandi og vel útpæld.
Bókmenntir Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira