Skráningarnúmer JFK seldist á 13 milljónir Finnur Thorlacius skrifar 12. nóvember 2015 15:53 Skráningarnúmerið dýra sem var á bíl JFK. Autoblog Það er ekki á hverjum degi sem skráningarnúmer á bíl fer kaupum og sölum á 123 milljónir króna en það gerðist í vikunni í Bandaríkjunum. Þetta tiltekna númer var á bíl John F. Kennedy, forseta Bandaríkjanna, sem hann sat í þegar hann var skotinn árið 1963, svartri Lincoln limúsínu. Eftir morðið á John F. Kenndy var bíllinn sendur til Hess & Eisenhardt þar sem í hann var bætt betri öryggisbúnaði og þar var númerið tekið af bílnum og því átti að henda. Eigandi Hess & Eisenhardt kom í veg fyrir það og geymdi númerið. Hann gaf svo dóttur sinni númerið og geymdi hún það lengi í skúffu í eldhúsi sínu. Hún fór svo nýlega með skráningarnúmerið til Heritage Auctions uppboðsfyrirtækisins í Dallas og þar var það boðið upp. Upphafsboð í númerið var 40.000 dollarar, en ónefndur safnari bauð síðan 100.000 dollara í númerið og tryggði sér gripinn. Bíllinn sem númerið var á er hinsvegar geymdur í Henry Ford Museum í Dearborn. Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Innlent
Það er ekki á hverjum degi sem skráningarnúmer á bíl fer kaupum og sölum á 123 milljónir króna en það gerðist í vikunni í Bandaríkjunum. Þetta tiltekna númer var á bíl John F. Kennedy, forseta Bandaríkjanna, sem hann sat í þegar hann var skotinn árið 1963, svartri Lincoln limúsínu. Eftir morðið á John F. Kenndy var bíllinn sendur til Hess & Eisenhardt þar sem í hann var bætt betri öryggisbúnaði og þar var númerið tekið af bílnum og því átti að henda. Eigandi Hess & Eisenhardt kom í veg fyrir það og geymdi númerið. Hann gaf svo dóttur sinni númerið og geymdi hún það lengi í skúffu í eldhúsi sínu. Hún fór svo nýlega með skráningarnúmerið til Heritage Auctions uppboðsfyrirtækisins í Dallas og þar var það boðið upp. Upphafsboð í númerið var 40.000 dollarar, en ónefndur safnari bauð síðan 100.000 dollara í númerið og tryggði sér gripinn. Bíllinn sem númerið var á er hinsvegar geymdur í Henry Ford Museum í Dearborn.
Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Innlent