Memento verður endurgerð Birgir Olgeirsson skrifar 17. nóvember 2015 09:54 Guy Pearce og Joe Pontaliano í hlutverkum sínum í Memento. Vísir/IMDb Bandaríska kvikmyndaverið AMBI Pictures ætlar að fjármagna og framleiða endurgerð af kvikmyndinni Memento. Myndin er jafnan álitin sem ein af bestu kvikmyndum síðasta áratugar og eru margir kvikmyndaunnendur gapandi hissa yfir þessum fréttum. Leikstjórinn Christopher Nolan sló í gegn með henni þegar hún kom út árið 2000 en Memento segir frá manni, leikinn af Guy Pearce, sem býr ekki yfir skammtímaminni og leitar að morðingja eiginkonu sinnar. Nolan sagði suma hluta sögu myndarinnar í öfugri tímaröð á meðan aðrir þættir hennar voru í réttri tímaröð. Nolan og bróðir hans voru tilnefndir til Óskarsverðlaun fyrir handrit myndarinnar og var hún einnig tilnefnd fyrir bestu klippinguna. Myndin á sér því stóran sess í hjörtu margra sem eiga erfitt með að skilja hvað réttlætir endurgerð þessarar myndar. Myndin er nýleg, þótti afar vel heppnuð og virðist í fyrstu vera óðs manns æði að ætla sér að fylgja eftir velgengni Nolans með því að segja þessa sögu aftur. Andrea Iervolino og Monika Bacardi standa að baki AMBI Pictures en fyrirtækið eignaðist nýlega kvikmyndasafn Exclusive Media Group og þar með endurgerðaréttinn að myndum á borð við Memento, Cruel Intentions, Donnie Darko, Rush og Sliding Doors, ásamt öðrum. Í yfirlýsingu um málið sagði Bacardi að Memento væri meistaraverk sem skyldi eftir spurningar í hugum áhorfenda, bæði á meðan áhorfi stendur og löngu eftir að því er lokið. „Sem sýnir hvað hún er virkilega framúrskarandi. Ætlun okkar er að fylgja eftir þeirri sýn sem Christopher Nolan hafði á þessa sögu og segja þessa sögu á jafn ögrandi og eftirminnilegan hátt,“ sagði Bacardi. Bíó og sjónvarp Mest lesið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Myndaveisla frá Írskum dögum - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Fleiri fréttir Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Bandaríska kvikmyndaverið AMBI Pictures ætlar að fjármagna og framleiða endurgerð af kvikmyndinni Memento. Myndin er jafnan álitin sem ein af bestu kvikmyndum síðasta áratugar og eru margir kvikmyndaunnendur gapandi hissa yfir þessum fréttum. Leikstjórinn Christopher Nolan sló í gegn með henni þegar hún kom út árið 2000 en Memento segir frá manni, leikinn af Guy Pearce, sem býr ekki yfir skammtímaminni og leitar að morðingja eiginkonu sinnar. Nolan sagði suma hluta sögu myndarinnar í öfugri tímaröð á meðan aðrir þættir hennar voru í réttri tímaröð. Nolan og bróðir hans voru tilnefndir til Óskarsverðlaun fyrir handrit myndarinnar og var hún einnig tilnefnd fyrir bestu klippinguna. Myndin á sér því stóran sess í hjörtu margra sem eiga erfitt með að skilja hvað réttlætir endurgerð þessarar myndar. Myndin er nýleg, þótti afar vel heppnuð og virðist í fyrstu vera óðs manns æði að ætla sér að fylgja eftir velgengni Nolans með því að segja þessa sögu aftur. Andrea Iervolino og Monika Bacardi standa að baki AMBI Pictures en fyrirtækið eignaðist nýlega kvikmyndasafn Exclusive Media Group og þar með endurgerðaréttinn að myndum á borð við Memento, Cruel Intentions, Donnie Darko, Rush og Sliding Doors, ásamt öðrum. Í yfirlýsingu um málið sagði Bacardi að Memento væri meistaraverk sem skyldi eftir spurningar í hugum áhorfenda, bæði á meðan áhorfi stendur og löngu eftir að því er lokið. „Sem sýnir hvað hún er virkilega framúrskarandi. Ætlun okkar er að fylgja eftir þeirri sýn sem Christopher Nolan hafði á þessa sögu og segja þessa sögu á jafn ögrandi og eftirminnilegan hátt,“ sagði Bacardi.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Myndaveisla frá Írskum dögum - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Fleiri fréttir Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira