Bíó og sjónvarp

Styttu kossasenur Bond í Indlandi

Samúel Karl Ólason skrifar
Fjölmargir notendur Twitter hafa breytt myndum af Bond þar sem hann er færður nær hefðbundnum gildum í Indlandi.
Fjölmargir notendur Twitter hafa breytt myndum af Bond þar sem hann er færður nær hefðbundnum gildum í Indlandi. Mynd/Twitter
Kvikmyndaeftirlit Indlands hefur ákveðið að stytta kossasenur í nýjustu myndinni um ofurnjósnarann James Bond. Kossarnir þykja óviðeigandi þar sem þeir eru of langir, en þetta er sagt algeng aðgerð í Indlandi. Spectre verður frumsýnd í Indlandi í dag og í stað þess að verða reiðir, hafa aðdáendur Bond gripið til þess að gera grín af ákvörðuninni á Twitter.

Kassamerkið #SanskariJamesBond hefur nú verið margsinnis notað við myndir og færslur þar sem Bond er færður nær íhaldssömum gildum í Indlandi. Óhætt er að segja að margir brandarar þarna séu báðfyndnir. Sanskari þýðir í raun dyggðugur.

Meðal annars er búið að breyta myndum af fáklæddum kvenmönnum úr gömlum James Bond kvikmyndum þar sem þær eru færðar í hefðbundinn indverskan klæðnað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×