Óheflaðir, kærleiksheftir bavíanar Sif Sigmarsdóttir skrifar 31. október 2015 07:00 Ég nenni yfirleitt ekki að tjá mig um tilvist guðs – ekki frekar en um jólasveininn eða samsæriskenningar um hver stóð í alvörunni á bak við árásirnar á tvíburaturnana í New York. En mér er ekki sjálfrátt. Ég er með hita, sýkingu í ennisholum og er heyrnarlaus á öðru eyra. Þráðurinn er því jafn stuttur og væri ég gölluð raketta á gamlárskvöldi sem var keypt til að dreifa skipulega úr sér á næturhimninum en lyftist svo ekki einu sinni upp af bílaplaninu áður en hún sprakk með pirrandi hvelli og ófáguðum blossa. Sorrí. En svo ég haldi nú áfram að barma mér yfir léttvægri kvefpest minni: Ég á tveggja ára dóttur sem ég reyni af þráhyggju að skýla fyrir allri eymd og volæði sem fyrirfinnst í veröldinni. Til að hlífa henni við kvalræði mínu set ég í túrbó-gír þegar hún er nálægt og hendist í kringum hana eins og trúður á spítti. Ég hélt að dóttirin væri að leika sér inni í herberginu sínu. Ég sat í keng á sófanum, samfallin af sjálfsvorkunn, og sá hana ekki strax þegar hún kom inn í stofuna. Ég kipptist við þegar ég heyrði hana tvístíga í dyragættinni og mundaði hugræna amfetamínsprautuna. En það var um seinan. Stelpan var búin að koma auga á ræfildóminn. Tálmyndin af skýrum, hnökralausum heimi sem ég hafði keppst við að mála síðan hún fæddist skolaðist til á augabragði. Viðbrögð dótturinnar við köldum raunveruleikanum komu mér hins vegar í opna skjöldu. Óræð á svipinn gekk hún að sófanum og prílaði upp í hann. Fumlaust vafði hún stuttum handleggjunum um hálsinn á mér og faðmaði mig að sér. Þvínæst teygði hún sig í glanstímarit sem lá ólesið á sófaborðinu. Venjulega reyndi hún að rífa af mér allt lesefni. En að þessu sinni rétti hún mér blaðið og sagði: „Mamma lesa.“ Ég furðaði mig enn á því flókna, breyska en kærleiksríka náttúruundri sem mannskepnan er þegar þolinmæði mín sprakk með þeim hvelli sem dreifir sér nú um síðu þessa blaðs. Tilefnið var aðsend grein sem birtist í Fréttablaðinu fyrr í vikunni eftir mætan mann, Þóri Stephensen, fyrrverandi dómkirkjuprest og staðarhaldara í Viðey. „Ég er orðinn hundleiður á sífelldum og algerlega órökstuddum yfirlýsingum í Fréttablaðinu og fleiri miðlum, að það sé enginn Guð,“ ritaði Þórir. „...[A]llt virðist þetta gert til þess að eyðileggja hin fornu andlegu gildi, sem hafa haldið uppi menningu og siðgæði þjóðar okkar um aldir.“Pizza með skinku, osti og ananas Fyrst Þórir velur orð sín eins og önugur siðapostuli sem gleymdi umburðarlyndinu heima – kannski var hann með kvef – ætla ég að leyfa mér að gera slíkt hið sama: Ég er orðin hundleið á sífelldum og algerlega órökstuddum yfirlýsingum sumra geistlegra manna um að siðferðiskennd, kærleikurinn og andleg þrekvirki mannkynsins séu þeirra eign. Ég er orðin hundleið á að sitja þegjandi undir fullyrðingum þess efnis að við sem aðhyllumst ekki þá lífssýn sem þeir kusu sér séum óheflaðir, kærleiksheftir bavíanar sem teljast ekki til uppréttra manna. Fyrir dóttur minni er ljós heimsins flöktandi bláminn af iPadinum. Tilgang lífsins er að finna í næsta Kinder-eggi. Heilög þrenning er pizza með skinku, osti og ananas. Engu að síður leyfi ég mér að fullyrða að hún búi yfir meiri siðferðiskennd og kærleik í sínum tveggja ára litla fingri en margur sem kennir sig við Krist.Það besta Til var siðað fólk áður en kristni var fundin upp. Siðað fólk mun vera til löngu eftir að kristni líður undir lok. Það er gott og blessað að trúa á guð. En að eigna þessari ósönnuðu veru allt það besta sem í okkur fólkinu býr er er algjörlega óverðskulduð vantrú á mannkyninu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun
Ég nenni yfirleitt ekki að tjá mig um tilvist guðs – ekki frekar en um jólasveininn eða samsæriskenningar um hver stóð í alvörunni á bak við árásirnar á tvíburaturnana í New York. En mér er ekki sjálfrátt. Ég er með hita, sýkingu í ennisholum og er heyrnarlaus á öðru eyra. Þráðurinn er því jafn stuttur og væri ég gölluð raketta á gamlárskvöldi sem var keypt til að dreifa skipulega úr sér á næturhimninum en lyftist svo ekki einu sinni upp af bílaplaninu áður en hún sprakk með pirrandi hvelli og ófáguðum blossa. Sorrí. En svo ég haldi nú áfram að barma mér yfir léttvægri kvefpest minni: Ég á tveggja ára dóttur sem ég reyni af þráhyggju að skýla fyrir allri eymd og volæði sem fyrirfinnst í veröldinni. Til að hlífa henni við kvalræði mínu set ég í túrbó-gír þegar hún er nálægt og hendist í kringum hana eins og trúður á spítti. Ég hélt að dóttirin væri að leika sér inni í herberginu sínu. Ég sat í keng á sófanum, samfallin af sjálfsvorkunn, og sá hana ekki strax þegar hún kom inn í stofuna. Ég kipptist við þegar ég heyrði hana tvístíga í dyragættinni og mundaði hugræna amfetamínsprautuna. En það var um seinan. Stelpan var búin að koma auga á ræfildóminn. Tálmyndin af skýrum, hnökralausum heimi sem ég hafði keppst við að mála síðan hún fæddist skolaðist til á augabragði. Viðbrögð dótturinnar við köldum raunveruleikanum komu mér hins vegar í opna skjöldu. Óræð á svipinn gekk hún að sófanum og prílaði upp í hann. Fumlaust vafði hún stuttum handleggjunum um hálsinn á mér og faðmaði mig að sér. Þvínæst teygði hún sig í glanstímarit sem lá ólesið á sófaborðinu. Venjulega reyndi hún að rífa af mér allt lesefni. En að þessu sinni rétti hún mér blaðið og sagði: „Mamma lesa.“ Ég furðaði mig enn á því flókna, breyska en kærleiksríka náttúruundri sem mannskepnan er þegar þolinmæði mín sprakk með þeim hvelli sem dreifir sér nú um síðu þessa blaðs. Tilefnið var aðsend grein sem birtist í Fréttablaðinu fyrr í vikunni eftir mætan mann, Þóri Stephensen, fyrrverandi dómkirkjuprest og staðarhaldara í Viðey. „Ég er orðinn hundleiður á sífelldum og algerlega órökstuddum yfirlýsingum í Fréttablaðinu og fleiri miðlum, að það sé enginn Guð,“ ritaði Þórir. „...[A]llt virðist þetta gert til þess að eyðileggja hin fornu andlegu gildi, sem hafa haldið uppi menningu og siðgæði þjóðar okkar um aldir.“Pizza með skinku, osti og ananas Fyrst Þórir velur orð sín eins og önugur siðapostuli sem gleymdi umburðarlyndinu heima – kannski var hann með kvef – ætla ég að leyfa mér að gera slíkt hið sama: Ég er orðin hundleið á sífelldum og algerlega órökstuddum yfirlýsingum sumra geistlegra manna um að siðferðiskennd, kærleikurinn og andleg þrekvirki mannkynsins séu þeirra eign. Ég er orðin hundleið á að sitja þegjandi undir fullyrðingum þess efnis að við sem aðhyllumst ekki þá lífssýn sem þeir kusu sér séum óheflaðir, kærleiksheftir bavíanar sem teljast ekki til uppréttra manna. Fyrir dóttur minni er ljós heimsins flöktandi bláminn af iPadinum. Tilgang lífsins er að finna í næsta Kinder-eggi. Heilög þrenning er pizza með skinku, osti og ananas. Engu að síður leyfi ég mér að fullyrða að hún búi yfir meiri siðferðiskennd og kærleik í sínum tveggja ára litla fingri en margur sem kennir sig við Krist.Það besta Til var siðað fólk áður en kristni var fundin upp. Siðað fólk mun vera til löngu eftir að kristni líður undir lok. Það er gott og blessað að trúa á guð. En að eigna þessari ósönnuðu veru allt það besta sem í okkur fólkinu býr er er algjörlega óverðskulduð vantrú á mannkyninu.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun