Tveir þriðju Þjóðverja telja VW smíða framúrskarandi bíla Finnur Thorlacius skrifar 20. október 2015 09:26 Þjóðverjar telja að fljótt snjói yfir dísilvélasvindl Volkswagen. Autoblog Þrátt fyrir dísilvélasvindl Volkswagen leiðir nýleg könnun í ljós mikið traust Þjóðverja til Volkswagen sem bílaframleiðenda. Tveir þriðju aðspurðra meðal þýsks almennings telur að Volkswagen smíði framúrskarandi bíla. Ennfremur töldu 60% þeirra að “Made in Germany” merkingin hafi ekki borið skaða af dísilvélasvindlinu og 63% töldu að fljótt myndi snjóa yfir þessar misgjörðir Volkswagen. Margir Þjóðverjar hafa haft áhyggjur af því að dísilvélasvindlið myndi skaða allar þýskar vörur, en samkvæmt þessari könnun hafa heimamenn ekki miklar áhyggjar af því. Í könnuninni voru 1.000 Þjóðverjar spurðir af rannsóknarfyrirtækinu Prophet. Skandall hjá Volkswagen Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent
Þrátt fyrir dísilvélasvindl Volkswagen leiðir nýleg könnun í ljós mikið traust Þjóðverja til Volkswagen sem bílaframleiðenda. Tveir þriðju aðspurðra meðal þýsks almennings telur að Volkswagen smíði framúrskarandi bíla. Ennfremur töldu 60% þeirra að “Made in Germany” merkingin hafi ekki borið skaða af dísilvélasvindlinu og 63% töldu að fljótt myndi snjóa yfir þessar misgjörðir Volkswagen. Margir Þjóðverjar hafa haft áhyggjur af því að dísilvélasvindlið myndi skaða allar þýskar vörur, en samkvæmt þessari könnun hafa heimamenn ekki miklar áhyggjar af því. Í könnuninni voru 1.000 Þjóðverjar spurðir af rannsóknarfyrirtækinu Prophet.
Skandall hjá Volkswagen Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent