Nýtt lag í myndtónaröð Grúsku Babúsku: Fjallar um þá togstreitu sem lífið kallar á Stefán Árni Pálsson skrifar 22. október 2015 12:30 Í dag kemur út nýtt lag í myndtónaröð hljómsveitarinnar Grúsku Babúsku. Lagið heitir Brokk, og er myndbandið eftir Kristínu Helgu Karlsdóttir. Lagið er hljóðblandað af Daða Birgissyni, en Synthadelia records hjálpa til við útgáfu. Það fjallar um þá togstreitu sem lífið kallar á - að líða stundum eins og maður þurfi að halda aftur af sér, en finna svo fyrir frelsinu við að sleppa loksins af sér beislinu. Í kvöld fagnar hljómsveitin útgáfunni með tónleikum á Gauknum, auk þess að hita sig upp fyrir komandi tónleika á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves nú í byrjun nóvember. Á tónleikunum í kvöld munu einnig koma fram tónlistarkonurnar Harpa Fönn, Bláskjár og ÍRiS. Þess má geta að þær eru allar meðlimir í Grúsku Babúsku. Meðlimir Grúsku Babúsku eru þær Arndís Anna Gunnarsdóttir, Björk Viggósdóttir, Dísa Hreiðarsdóttir, Guðrún Birna le Sage de Fontenay, Harpa Fönn Sigurjónsdóttir og Íris Hrund Þórarinsdóttir. Hljómsveitin var stofnuð árið 2012 og gaf út sína fyrstu plötu árið 2013 í formi USB-lykils með útlit babúsku. Í ár gefur hljómsveitin út fimm laga myndtónaröð, en þegar hafa komið út myndbönd við Þjóðlagið, Fram og Grúskuvals. Síðasta myndbandið, Raddataktur, mun koma út yfir Airwaves. Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Í dag kemur út nýtt lag í myndtónaröð hljómsveitarinnar Grúsku Babúsku. Lagið heitir Brokk, og er myndbandið eftir Kristínu Helgu Karlsdóttir. Lagið er hljóðblandað af Daða Birgissyni, en Synthadelia records hjálpa til við útgáfu. Það fjallar um þá togstreitu sem lífið kallar á - að líða stundum eins og maður þurfi að halda aftur af sér, en finna svo fyrir frelsinu við að sleppa loksins af sér beislinu. Í kvöld fagnar hljómsveitin útgáfunni með tónleikum á Gauknum, auk þess að hita sig upp fyrir komandi tónleika á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves nú í byrjun nóvember. Á tónleikunum í kvöld munu einnig koma fram tónlistarkonurnar Harpa Fönn, Bláskjár og ÍRiS. Þess má geta að þær eru allar meðlimir í Grúsku Babúsku. Meðlimir Grúsku Babúsku eru þær Arndís Anna Gunnarsdóttir, Björk Viggósdóttir, Dísa Hreiðarsdóttir, Guðrún Birna le Sage de Fontenay, Harpa Fönn Sigurjónsdóttir og Íris Hrund Þórarinsdóttir. Hljómsveitin var stofnuð árið 2012 og gaf út sína fyrstu plötu árið 2013 í formi USB-lykils með útlit babúsku. Í ár gefur hljómsveitin út fimm laga myndtónaröð, en þegar hafa komið út myndbönd við Þjóðlagið, Fram og Grúskuvals. Síðasta myndbandið, Raddataktur, mun koma út yfir Airwaves.
Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira