Bíó og sjónvarp

Spectre verður lengsta Bond-myndin

Stefán Árni Pálsson skrifar
Daniel Craig leikur Bond.
Daniel Craig leikur Bond. vísir
Nýjasta kvikmyndin um njósnara hennar hátignar, James Bond, verður lengsta Bond-myndin í sögunni eða um tveir og hálfur klukkutími.

Spectre hefur nú þegar fengið ágætis dóma frá gagnrýnendum úti í heimi.

Casino Royale og Skyfall voru 144 og 143 mínútur en Spectre er 148 mínútur. Leikstjóri myndarinnar er Sam Mendes, sá hinn sami og leikstýrði Skyfall, en Daniel Craig fer með hlutverk njósnarans sem tekst á við glæpasamtökin Spectre.

Um er að ræða 24. myndina í seríunni um njósnarann James Bond. 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×