Bíó og sjónvarp

Fyrsta stiklan fyrir Jessicu Jones þættina

Samúel Karl Ólason skrifar
Krysten Ritter í hlutverki Jessicu Jones.
Krysten Ritter í hlutverki Jessicu Jones.
Netflix hefur nú birt fyrstu stikluna fyrir ofurhetjuþættina Jessica Jones. Þættirnir tengjast Daredevil þáttunum sem og kvikmyndaheimi Marvel. Stiklan sýnir frá dimmum heimi í New York þar sem aðalhetja þáttanna, sem heitir einmitt Jessica Jones, og hvernig hún hefur þurft að berjast við erkióvin sinn Killgrave.

Kikmyndaheimur Marvel.Vísir/GraphicNews
Önnur ofurhetja sem bregður fyrir í stiklunni er Luke Cage, en þættirnir eru eins og sjá má á meðfylgjandi mynd, hluti af flóknum kvikmyndaheimi Marvel. Netflix vinnur að framleiðslu nokkurra þáttarraða um hóp ofurhetja í New York.

Þessi hópur mun svo að öllum líkindum koma að lokamyndinni í kvikmyndaheiminum sem sýnd verður árið 2019.

Nánar tiltekið er Jessica Jones einkaspæjari sem býr yfir ákveðnum hæfilekum. Nokkrir þeirra eru sýndir í stiklunni, en óvinur hennar virðist geta stýrt fólki með hugarorkunni.

Þættirnir verða aðgengilegir á Netflix þann 20. nóvember.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×