Ný Subaru Impreza á næsta ári Finnur Thorlacius skrifar 28. október 2015 09:40 Líkt og aðrir japanskir bílaframleiðendur er Subaru mætt á bílasýninguna í Tókýó sem hefst í dag og þar kynnir Subaru nýja Imprezu sem kemur á markað á næsta ári. Ekki er alveg víst að þetta sé endanleg útgáfa bílsins, þar sem hann ber ennþá nafnið Impreza 5-Door Concept, en í ljósi þess að stutt er í komu bílsins mun hann væntanlega ekki breytast mikið úr þessu. Þetta útlit bílsins segir Subaru að marki línur fyrir næstu gerðir Subaru bíla. Subaru Impreza hefur lengi verið í boði bæði sem fjögurra og fimm dyra bíll (sedan og hatchback) og Subaru sýndi ekki þann fjögurra dyra á sýningunni. Útlit þessarar nýju Imprezu hefur fengið góðar móttökur á Tókýó sýningunni og þeir sem um hann fjalla eru að vona að útlit hans haldist allt að framleiðslu. Það hefur ekki alltaf verið raunin hjá Subaru í gegnum tíðina.Nýja Imprezan í Tókýó. Bólgin hönnun en samt sterkar línur.Autoblog Bílar video Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður
Líkt og aðrir japanskir bílaframleiðendur er Subaru mætt á bílasýninguna í Tókýó sem hefst í dag og þar kynnir Subaru nýja Imprezu sem kemur á markað á næsta ári. Ekki er alveg víst að þetta sé endanleg útgáfa bílsins, þar sem hann ber ennþá nafnið Impreza 5-Door Concept, en í ljósi þess að stutt er í komu bílsins mun hann væntanlega ekki breytast mikið úr þessu. Þetta útlit bílsins segir Subaru að marki línur fyrir næstu gerðir Subaru bíla. Subaru Impreza hefur lengi verið í boði bæði sem fjögurra og fimm dyra bíll (sedan og hatchback) og Subaru sýndi ekki þann fjögurra dyra á sýningunni. Útlit þessarar nýju Imprezu hefur fengið góðar móttökur á Tókýó sýningunni og þeir sem um hann fjalla eru að vona að útlit hans haldist allt að framleiðslu. Það hefur ekki alltaf verið raunin hjá Subaru í gegnum tíðina.Nýja Imprezan í Tókýó. Bólgin hönnun en samt sterkar línur.Autoblog
Bílar video Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður