Þrefalt heljarstökk á hjóli Finnur Thorlacius skrifar 14. október 2015 09:30 Að fara heljarstökk á hjóli krefst ofurhuga en þrefalt heljarstökk líklega fífldirfsku. Ryan Williams og félagar kæra sig kollóttan um það og hér sést Williams fara þrefalt áframhallandi heljarstökk fyrstur manna. Í myndskeiðinu hér að ofan sést að stökkið tekst alls ekki í fyrstu tilraun og í misheppnuðum tilraunum þeirra er með ólíkindum að þeir skuli ekki slasast illilega. Þótt margir haldi annað þá er mun erfiðara að fara áframhallandi heljarstökk en afturábak heljarstökk. Krefst það mikillar hæðar í stökkinu og eykur með því hættuna á slysum. Sjón er sögu ríkari en magnað er að sjá þetta stökk heppnast fyrsta sinni, en ekki síður misheppnaðar tilraunir fram að því. Bílar video Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Útsending komin í lag Innlent
Að fara heljarstökk á hjóli krefst ofurhuga en þrefalt heljarstökk líklega fífldirfsku. Ryan Williams og félagar kæra sig kollóttan um það og hér sést Williams fara þrefalt áframhallandi heljarstökk fyrstur manna. Í myndskeiðinu hér að ofan sést að stökkið tekst alls ekki í fyrstu tilraun og í misheppnuðum tilraunum þeirra er með ólíkindum að þeir skuli ekki slasast illilega. Þótt margir haldi annað þá er mun erfiðara að fara áframhallandi heljarstökk en afturábak heljarstökk. Krefst það mikillar hæðar í stökkinu og eykur með því hættuna á slysum. Sjón er sögu ríkari en magnað er að sjá þetta stökk heppnast fyrsta sinni, en ekki síður misheppnaðar tilraunir fram að því.
Bílar video Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Útsending komin í lag Innlent