Dinnertónlist sem átti ekki við Jónas Sen skrifar 19. október 2015 11:30 Jón Sigurðsson píanóleikari. Tónlist Jón Sigurðsson lék verk eftir Skrjabín í Norræna húsinu miðvikudaginn 14. október. Það var hálfpartinn undarlegt að fólk hafi ekki verið að gæða sér á veitingum í tónleikasalnum í Norræna húsinu á miðvikudagskvöldið. Þarna voru tónleikar og á dagskránni var eingöngu músík eftir rússneska tónskáldið Alexander Skrjabín (1872-1915). Megnið af verkum hans er þrungið ástríðum, í þeim eru átök, stundum ofsafengin. En Jón Sigurðsson, sem lék á píanó, bar þau yfirleitt ekki fram þannig. Hann spilaði Skrjabín eins og dinnertónlist. Vissulega voru á efnisskránni fínlegar tónsmíðar, stuttar og draumkenndar. En í slíku tilfelli þarf líka að móta laglínurnar og öll blæbrigðin. Túlkunin þarf að koma skáldskapnum til skila, sama hversu lágstemmdur hann er. Fjórar prelúdíur op. 22 í byrjun voru stefnulausar, og fyrir bragðið var eins og þær kæmu manni ekki við. Það var ekki heldur neinn léttleiki í dansinum, masúrkanum op. 25 nr. 5. Smáverk op. 31 og 32 voru pínlega flatneskjuleg. Svipaða sögu er að segja um aðrar stuttar tónsmíðar á efnisskránni. Jafnvel um Vers la flamme, Til móts við logann, sem endar á ærandi sprengingu. Sprengingin hjá Jóni var meira í ætt við litla knallettu. Tvær sónötur, nr. 2 og 5 voru sömuleiðis ekki ásættanlegar. Rólegir kaflar voru loðnir og litlausir. Kraftmeiri, hraðari hlutar voru morandi í hnökrum. Jón er þó ekki slæmur píanóleikari. Hann hefur tækni og ber sig vel við píanóið. Það sem helst virtist há honum á tónleikunum var taugaóstyrkur. Feilnótur voru óteljandi. Hann var sífellt að ruglast og fara út af, byrja upp á nýtt, o.s.frv. Enda lék hann allt utanað, sem ég held að hafi verið mistök. Að halda heila einleikstónleika og leika dagskrána utanbókar er þrekvirki. Það er aðeins á færi listamanns sem er rútíneraður í að koma fram, heldur hundrað tónleika á ári eða svo. Nei, Jón hefði átt að hafa nótnabók fyrir framan sig. Skrjabín átti betra skilið.Niðurstaða: Afar slæmir tónleikar sem einkenndust af feilnótum, minnisgloppum og ómótaðri túlkun. Menning Tónlistargagnrýni Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Elísabet fær uppreist æru Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Sjá meira
Tónlist Jón Sigurðsson lék verk eftir Skrjabín í Norræna húsinu miðvikudaginn 14. október. Það var hálfpartinn undarlegt að fólk hafi ekki verið að gæða sér á veitingum í tónleikasalnum í Norræna húsinu á miðvikudagskvöldið. Þarna voru tónleikar og á dagskránni var eingöngu músík eftir rússneska tónskáldið Alexander Skrjabín (1872-1915). Megnið af verkum hans er þrungið ástríðum, í þeim eru átök, stundum ofsafengin. En Jón Sigurðsson, sem lék á píanó, bar þau yfirleitt ekki fram þannig. Hann spilaði Skrjabín eins og dinnertónlist. Vissulega voru á efnisskránni fínlegar tónsmíðar, stuttar og draumkenndar. En í slíku tilfelli þarf líka að móta laglínurnar og öll blæbrigðin. Túlkunin þarf að koma skáldskapnum til skila, sama hversu lágstemmdur hann er. Fjórar prelúdíur op. 22 í byrjun voru stefnulausar, og fyrir bragðið var eins og þær kæmu manni ekki við. Það var ekki heldur neinn léttleiki í dansinum, masúrkanum op. 25 nr. 5. Smáverk op. 31 og 32 voru pínlega flatneskjuleg. Svipaða sögu er að segja um aðrar stuttar tónsmíðar á efnisskránni. Jafnvel um Vers la flamme, Til móts við logann, sem endar á ærandi sprengingu. Sprengingin hjá Jóni var meira í ætt við litla knallettu. Tvær sónötur, nr. 2 og 5 voru sömuleiðis ekki ásættanlegar. Rólegir kaflar voru loðnir og litlausir. Kraftmeiri, hraðari hlutar voru morandi í hnökrum. Jón er þó ekki slæmur píanóleikari. Hann hefur tækni og ber sig vel við píanóið. Það sem helst virtist há honum á tónleikunum var taugaóstyrkur. Feilnótur voru óteljandi. Hann var sífellt að ruglast og fara út af, byrja upp á nýtt, o.s.frv. Enda lék hann allt utanað, sem ég held að hafi verið mistök. Að halda heila einleikstónleika og leika dagskrána utanbókar er þrekvirki. Það er aðeins á færi listamanns sem er rútíneraður í að koma fram, heldur hundrað tónleika á ári eða svo. Nei, Jón hefði átt að hafa nótnabók fyrir framan sig. Skrjabín átti betra skilið.Niðurstaða: Afar slæmir tónleikar sem einkenndust af feilnótum, minnisgloppum og ómótaðri túlkun.
Menning Tónlistargagnrýni Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Elísabet fær uppreist æru Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Sjá meira