Enski boltinn

Van Gaal: Ég skil þetta bara ekki

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Louis van Gaal fagnar Chris Smalling eftir leikinn í gær.
Louis van Gaal fagnar Chris Smalling eftir leikinn í gær. Vísir/EPA
Louis van Gaal, knattspyrnustjóri Manchester United, var ánægður með lífsnauðsynlegan sigur á Wolfsburg í Meistaradeildinni í gærkvöldi en segir að lið hans verði að bæta sinn leik ætli liðið að ná langt í keppninni í ár.

Wolfsburg komst 1-0 yfir en Manchester United jafnaði metin út vítaspyrnu og það var síðan miðvörðurinn Chris Smalling sem skoraði sigurmarkið snemma í seinni hálfleik. United-liðið lenti síðan í vandræðum á lokakafla leiksins.

„Þetta var ekki gott eftir að við komust yfir og það er sérstakt af því að í fimm eða sex síðustu leikjum hefur liðinu gengið vel að halda boltanum," sagði Louis van Gaal í viðtali við Guardian.

„Leikmenn gáfu mikið af sér í fyrri hálfleik og það fór mikil orka í að vinna sig aftur inn í leikinn. Mikið leikjaálag síðustu vikur hafði líka áhrif. Ég skil samt ekki hvernig við fórum af því að missa boltann svona auðveldlega," sagði Van Gaal.

Manchester United tapaði á móti PSV Eindhoven í fyrsta leiknum í Meistaradeildinni í ár og mátti því alls ekki við því að tapa í gær.

„Við verðum að halda fótunum á jörðinni og liðið þarf að bæta leik sinni mikið ætli það sér að vinna Meistaradeildina. Við unnum samt Wolfsburg og ég er mjög ánægður með það. Leikmennirnir eru líka ánægðir með sigurinn en við vitum allir að liðið þarf að spila betur. Ég sagði það líka við mína menn í klefanum eftir leik," sagði Van Gaal.

„Við erum í þessu til að bæta okkur og vinna hvern einasta leik. Við unnum í dag en við hefðum getað unnið þennan leik með sannfærandi hætti. Þetta var vissulega erfitt í lok leiksins. Fullt af mönnum í liðinu voru líka þreyttir eftir alla þessa leiki að undanförnu. Liðsandinn hélt okkur þá inn í leiknum," sagði Van Gaal.


Tengdar fréttir

Mata magnaður í sigri Manchester United | Sjáðu mörkin

Juan Mata var allt í öllu í 2-1 sigri Manchester United á Wolfsburg á heimavelli í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Mata skoraði jöfnunarmark liðsins og lagði upp sigurmarkið í upphafi seinni hálfleiks.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×