Bandaríska vefsíðan Vox tók saman myndband sem sjá má hér fyrir neðan þar sem farið er yfir hvaða leikarar tala fyrir hvern. Alls eru þetta ellefu leikarar sem tala fyrir 119 persónur.
Þegar Homer ræðir við pabba sinn er það í raun leikarinn Dan Castellaneta að tala við sjálfan sig. Hank Azaria talar fyrir 25 persónur og kvenleikarar þáttarins tala fyrir flest þeirra barna sem sjást í Springfield en eins og flestir vita talar leikkonan Nancy Cartwright til að mynda fyrir Bart Simpsson.