Um helgar nýt ég þess að elda góðan morgunverð og þá er í lagi að gera vel við sig. Þessi uppskrift að eggjabrauði með jarðarberjum og sírópi er einstaklega ljúffeng og ættuð þið að prófa þennan einfalda morgunverð strax um helgina.
French Toast með kanil og jarðarberjum
Innihald:
4 stórar brauðsneiðar
4 egg
2 dl rjómi
2 msk. appelsínusafi
Rifinn appelsínubörkur, um það bil matskeið
½ tsk kanill
1 tsk. Vanilluextract eða dropar
Smá skvetta af hlynsírópi eða ein teskeið sykur
Aðferð: Skerið brauðið niður í þykkar sneiðar. Pískið egg og rjóma léttilega saman. Bætið appelsínusafa, kanil, vanillu og sírópi út í og hrærið vel. Hellið blöndunni yfir brauðsneiðarnar og snúið þeim einu sinni við. Leyfið brauðinu að liggja í eggjablöndunni í 2 – 3 mínútur. Hitið smjör á pönnu og steikið á hvorri hlið í nokkrar mínútur eða þar til eggin eru elduð. Gætið þess að hafa ekki of háan hita á pönnunni. Berið brauðin fram með ávöxtum og hlynsírópi.
Njótið vel.
Missið ekki af Matargleði Evu öll fimmtudagskvöld á Stöð 2.

