Bíó og sjónvarp

Hrútar unnu aðalverðlaunin í Zürich

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Grímur Hákonarson
Grímur Hákonarson
„Ég er hæstánægður með þessi verðlaun og það er gaman hvað íslenskum kvikmyndum gengur vel þessa dagana,“ segir Grímur Hákonarson.

Kvikmynd hans, Hrútar, vann um helgina „Gullna augað“ á kvikmyndahátíðinni í Zürich í Sviss. Þetta eru aðalverðlaunin í flokki alþjóðlegra kvikmynda í fullri lengd en alls tóku fimmtán myndir þátt í keppninni.

Grímur var viðstaddur verðlaunaafhendinguna í Zürich og tileinkaði verðlaunin íslenskri kvikmyndagerð sem er á góðum skriði þessa dagana, en um síðustu helgi vann kvikmynd Rúnars Rúnarssonar, Þrestir, aðalverðlaunin á San Sebastian.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×