Bílaframleiðendur segjast ekki geta mætt Euro 6 staðlinum Finnur Thorlacius skrifar 5. október 2015 09:32 Verður óframkvæmanlegt að framleiða dísilbíla sem standast kröfur Evrópusambandsins? Bílaframleiðendum er hverju sinni sett að standast ákveðna mengunarstaðla fyrir bíla sína, sem í tilfelli þeirra evrópsku eru settir af Evrópusambandinu. Núna þurfa þeir að standast viðmiðanir Euro 5 staðalsins sem gilda mun til enda þessa áratugar, en þá tekur Euro 6 staðallinn við. Hann kveður á um mun minni mengun, bæði hvað varðar koltvísýring (CO2) og nituroxíð (NOx). Það eru hið lága viðmið nituroxíðs sem bílaframleiðendur telja sig ekki geta uppfyllt árið 2020, eða að bílar þeirra megi aðeins menga 0,08 grömm nituroxíðs á hvern ekinn kílómetra. Þessar áhyggjur bílaframleiðenda varða því dísilbíla, en dísilvélar spúa frá sér ýmsum nituroxíðsamböndum sem oft er kallað sót. Samtök bílaframleiðenda segja nú að það sé einfaldlega ekki hægt að uppfylla þessi lágu mengunarmörk er kemur að dísilbílum og að rétt væri að miða við 0,22 g árið 2017 og 0,136 g árið 2020. Það er æði langt frá viðmiðunum Evrópusambandsins nú og afar ólíklegt að verða samþykkt. Þessar áhyggjur bílaframleiðendanna endurspegla kannski best þann vanda er snýr að framleiðslu dísilbíla nú. Volkswagen treysti sér greinilega ekki til að framleiða dísilbíla sem stóðust núverandi kröfur og þá vaknar sú spurning hvernig bílaframleiðendum á að takast að standast miklu strangari kröfur. Bandarískir framleiðendur stærri dísilbíla treystu sér heldur ekki til að standast bandarískar kröfur fyrir nokkrum árum og gerðu slíkt það sama og voru með samskonar svindlhugbúnað í bílum sínum og sættu sektum fyrir það í Bandaríkjunum. Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent
Bílaframleiðendum er hverju sinni sett að standast ákveðna mengunarstaðla fyrir bíla sína, sem í tilfelli þeirra evrópsku eru settir af Evrópusambandinu. Núna þurfa þeir að standast viðmiðanir Euro 5 staðalsins sem gilda mun til enda þessa áratugar, en þá tekur Euro 6 staðallinn við. Hann kveður á um mun minni mengun, bæði hvað varðar koltvísýring (CO2) og nituroxíð (NOx). Það eru hið lága viðmið nituroxíðs sem bílaframleiðendur telja sig ekki geta uppfyllt árið 2020, eða að bílar þeirra megi aðeins menga 0,08 grömm nituroxíðs á hvern ekinn kílómetra. Þessar áhyggjur bílaframleiðenda varða því dísilbíla, en dísilvélar spúa frá sér ýmsum nituroxíðsamböndum sem oft er kallað sót. Samtök bílaframleiðenda segja nú að það sé einfaldlega ekki hægt að uppfylla þessi lágu mengunarmörk er kemur að dísilbílum og að rétt væri að miða við 0,22 g árið 2017 og 0,136 g árið 2020. Það er æði langt frá viðmiðunum Evrópusambandsins nú og afar ólíklegt að verða samþykkt. Þessar áhyggjur bílaframleiðendanna endurspegla kannski best þann vanda er snýr að framleiðslu dísilbíla nú. Volkswagen treysti sér greinilega ekki til að framleiða dísilbíla sem stóðust núverandi kröfur og þá vaknar sú spurning hvernig bílaframleiðendum á að takast að standast miklu strangari kröfur. Bandarískir framleiðendur stærri dísilbíla treystu sér heldur ekki til að standast bandarískar kröfur fyrir nokkrum árum og gerðu slíkt það sama og voru með samskonar svindlhugbúnað í bílum sínum og sættu sektum fyrir það í Bandaríkjunum.
Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent