Winterkorn gegnir enn fjórum lykilstöðum Finnur Thorlacius skrifar 5. október 2015 09:59 Martin Winterkorn. Fráfarandi forstjóri Volkswagen, Martin Winterkorn, gegnir enn fjórum lykilstöðum hjá bílarisanum Volkswagen. Hann er enn stjórnarformaður stærstu hluthafa í Volkswagen, Porsche SE sem á 52,5% í fyrirtækinu. Hann er einnig stjórnarformaður í Audi, Scania og Man sem framleiðir vörubíla og rútur. Ekki liggur ljóst fyrir nú hvort honum verður gert að segja af sér þessum áhrifastöðum nú í kjölfar dísilvélasvindlsins. Winterkorn voru tryggð rífleg eftirlaun er hann hætti starfi forstjóra Volkswagen, eða um 4 milljarðar króna. Ef hann verður ekki sekur fundinn um vitneskju um dísilvélasvindlið á hann einnig von á um tveggja ára launum því til viðbótar, eða 2,3 milljörðum króna. Hann ætti því ekki að lepja dauðann úr skel á næstunni þó hann sé ekki lengur forstjóri Volkswagen. Skandall hjá Volkswagen Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent
Fráfarandi forstjóri Volkswagen, Martin Winterkorn, gegnir enn fjórum lykilstöðum hjá bílarisanum Volkswagen. Hann er enn stjórnarformaður stærstu hluthafa í Volkswagen, Porsche SE sem á 52,5% í fyrirtækinu. Hann er einnig stjórnarformaður í Audi, Scania og Man sem framleiðir vörubíla og rútur. Ekki liggur ljóst fyrir nú hvort honum verður gert að segja af sér þessum áhrifastöðum nú í kjölfar dísilvélasvindlsins. Winterkorn voru tryggð rífleg eftirlaun er hann hætti starfi forstjóra Volkswagen, eða um 4 milljarðar króna. Ef hann verður ekki sekur fundinn um vitneskju um dísilvélasvindlið á hann einnig von á um tveggja ára launum því til viðbótar, eða 2,3 milljörðum króna. Hann ætti því ekki að lepja dauðann úr skel á næstunni þó hann sé ekki lengur forstjóri Volkswagen.
Skandall hjá Volkswagen Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent