Danska gamanmyndin Klovn Forever verður frumsýnd í Háskólabíói á fimmtudagskvöldið en aðalleikarar myndarinnar verða mættir á svæðið.
Frank Hvam og Casper Christensen fara eins og vanalega með aðalhlutverkin í Klovn en Þeir verða á staðnum og munu stíga á svið og bjóða fólk velkomið og ræða aðeins myndina á undan sýningu.
Þetta er önnur myndin sem kemur út frá þeim Klovn-bræðrum en þættirnir hófu göngu sína árið 2005 í Danmörku og hafa alltaf notið mikilla vinsælda hér á landi.
