Góð tónlist, gott málefni og gott kvöld Kjartan Atli Kjartansson skrifar 8. október 2015 10:00 Úlfur Úlfur spila á tónleikunum í kvöld. „Mér finnst æðislegt hvað margir eru tilbúnir að gefa vinnu sína, fyrir þetta góða málefni,“ segir tónlistarmaðurinn Helgi Sæmundur Guðmundsson, annar meðlima í sveitinni Úlfur Úlfur. Helgi stendur, ásamt öðrum, fyrir styrktartónleikum annað kvöld. „Allur ágóðinn rennur til sýrlenskra flóttamanna, í gegnum Rauða krossinn. Hluti upphæðarinnar sem safnast fer til flóttafólks á landamærum Sýrlands og Líbanons, en þar er ástandið slæmt. En ágóðinn mun einnig renna til þeirra flóttamanna sem koma hingað til lands. Nú er farið að styttast í að fyrstu þeirra komi hingað til lands.“ Þekktir listamenn munu koma fram á kvöldinu. Að sjálfsögðu fer Úlfur Úlfur á svið, en auk sveitarinnar munu Jón Jónsson, Milywhale, Axel Flóvent og Hinemoa troða upp. „Við byrjum klukkan átta og verðum þarna til ellefu. Þetta er kjörið fyrir fólk sem vill koma og hlusta á góða tónlist og leggja um leið góðu málefni lið. Það kostar bara þúsund krónur inn, en fólki er frjálst að borga meira. Ölgerðin mun svo selja Egils Gull á staðnum á fimm hundruð krónur og rennur salan óskipt til flóttamannanna.“ Fyrr um kvöldið verður umræða á vegum jafnréttisdaga, þar sem fjallað verður um stöðu flóttafólks á Íslandi. Þær umræður hefjast klukkan 18.45 og standa fram að tónleikum. „Við erum viss um að margir munu koma þarna á morgun. Ég get lofað góðri skemmtun, miklu fjöri og svo ætti öllum að líða vel að mæta og láta gott af sér leið á sama tíma,“ segir Helgi Sæmundur. Tónlist Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fleiri fréttir Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
„Mér finnst æðislegt hvað margir eru tilbúnir að gefa vinnu sína, fyrir þetta góða málefni,“ segir tónlistarmaðurinn Helgi Sæmundur Guðmundsson, annar meðlima í sveitinni Úlfur Úlfur. Helgi stendur, ásamt öðrum, fyrir styrktartónleikum annað kvöld. „Allur ágóðinn rennur til sýrlenskra flóttamanna, í gegnum Rauða krossinn. Hluti upphæðarinnar sem safnast fer til flóttafólks á landamærum Sýrlands og Líbanons, en þar er ástandið slæmt. En ágóðinn mun einnig renna til þeirra flóttamanna sem koma hingað til lands. Nú er farið að styttast í að fyrstu þeirra komi hingað til lands.“ Þekktir listamenn munu koma fram á kvöldinu. Að sjálfsögðu fer Úlfur Úlfur á svið, en auk sveitarinnar munu Jón Jónsson, Milywhale, Axel Flóvent og Hinemoa troða upp. „Við byrjum klukkan átta og verðum þarna til ellefu. Þetta er kjörið fyrir fólk sem vill koma og hlusta á góða tónlist og leggja um leið góðu málefni lið. Það kostar bara þúsund krónur inn, en fólki er frjálst að borga meira. Ölgerðin mun svo selja Egils Gull á staðnum á fimm hundruð krónur og rennur salan óskipt til flóttamannanna.“ Fyrr um kvöldið verður umræða á vegum jafnréttisdaga, þar sem fjallað verður um stöðu flóttafólks á Íslandi. Þær umræður hefjast klukkan 18.45 og standa fram að tónleikum. „Við erum viss um að margir munu koma þarna á morgun. Ég get lofað góðri skemmtun, miklu fjöri og svo ætti öllum að líða vel að mæta og láta gott af sér leið á sama tíma,“ segir Helgi Sæmundur.
Tónlist Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fleiri fréttir Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira