Hatursfrelsið Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 8. október 2015 07:00 Samtökin '78 kærðu í apríl tíu einstaklinga fyrir hatursummæli sem þau töldu refsinæm til lögreglu. Í gær greindi Fréttablaðið frá því að þeim kærum sem undir lögregluna á höfuðborgarsvæðinu heyra hefði verið vísað frá þar sem ekki er talinn grundvöllur til rannsóknar. Samtökin hafa kært ákvörðun lögreglustjórans til ríkissaksóknara og krefjast þess að málin verði rannsökuð. Þau telja ummælin brot gegn hegningarlögum þar sem þau hæðist að og smáni samkynhneigða. Slík brot varða sektum eða fangelsi allt að tveimur árum. Í blaðinu í gær var greint frá dæmum um hin kærðu ummæli. Meðal þess sem kom fram var að það teldist barnaníð að troða kynvillu í saklaus börn, samkynhneigð sögð ónáttúruleg og óeðlileg, hommar kallaðir rass-fasistar og vísað til óþrifnaðar og smithættu sem fylgi athöfnum þeirra. Það ætti ekki að koma neinum á óvart að vesalingarnir sem létu þessi ummæli falla hafa skýlt sér á bak við tjáningarfrelsi stjórnarskrárinnar. En tjáningarfrelsið hefur í seinni tíð orðið vinsælasta mantra þeirra sem hafa mikla þörf til að deila sérkennilegum og oftar en ekki afar ógeðfelldum skoðunum með öðrum, aðallega á internetinu. Þar á eftir koma frasar eins og „þöggun“ og „ritskoðun“ sem fylgja alltaf þegar sérkennilegu skoðanirnar fá ekki þær undirtektir sem viðkomandi vonaðist eftir. Tjáningarfrelsi þrífst hins vegar afar sjaldan í tómarúmi, oftast beinist tjáningin að einstaklingum eða hópum manna sem hafa líka sinn rétt. Þannig er til að mynda mælt um sérstakar takmarkanir á því að tjá fordóma í garð fólks vegna kynhneigðar þeirra í 233. gr. almennra hegningarlaga. Einnig verður að geta þess að í 17. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu er sleginn varnagli gegn því að réttindi sáttmálans, eins og tjáningarfrelsið, sé misnotað gegn öðrum réttindum. Menn geta því ekki haldið því fram að réttur þeirra til að viðhafa fordóma eða hatursfulla orðræðu í garð samkynhneigðra gangi framar réttindum þeirra sem tilheyra samfélagi samkynhneigðra. Það verður því afar athyglisvert að skoða röksemdir lögreglunnar og ríkissaksóknara ef þetta mál verður fellt niður á endanum. Og þótt þessi andstyggilegu ummæli reynist vera innan marka tjáningarfrelsisins þá er því ekki að neita að þau vekja ekki síður stórar spurningar um persónuleika þeirra sem þau skrifuðu. Það má meira að segja færa rök fyrir því að þeir sem skaðist mest séu ekki skotmörk þessara vitlausu ummæla heldur fólkið sem lét þau út úr sér og opinberaði þannig fordóma sína og frámunalega forheimskun. Það er hins vegar alltaf til bóta þegar dómstólar skýra stjórnarskrána betur og því jákvætt að Samtökin '78 reyni að fá úr því skorið fyrir dómstólum hvort ummælin fari út fyrir mörk tjáningarfrelsisins. Enda löngu tímabært að æðsti dómstóll landsins svari spurningunni: Hversu ömurlegt má fólk vera? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Mest lesið Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun
Samtökin '78 kærðu í apríl tíu einstaklinga fyrir hatursummæli sem þau töldu refsinæm til lögreglu. Í gær greindi Fréttablaðið frá því að þeim kærum sem undir lögregluna á höfuðborgarsvæðinu heyra hefði verið vísað frá þar sem ekki er talinn grundvöllur til rannsóknar. Samtökin hafa kært ákvörðun lögreglustjórans til ríkissaksóknara og krefjast þess að málin verði rannsökuð. Þau telja ummælin brot gegn hegningarlögum þar sem þau hæðist að og smáni samkynhneigða. Slík brot varða sektum eða fangelsi allt að tveimur árum. Í blaðinu í gær var greint frá dæmum um hin kærðu ummæli. Meðal þess sem kom fram var að það teldist barnaníð að troða kynvillu í saklaus börn, samkynhneigð sögð ónáttúruleg og óeðlileg, hommar kallaðir rass-fasistar og vísað til óþrifnaðar og smithættu sem fylgi athöfnum þeirra. Það ætti ekki að koma neinum á óvart að vesalingarnir sem létu þessi ummæli falla hafa skýlt sér á bak við tjáningarfrelsi stjórnarskrárinnar. En tjáningarfrelsið hefur í seinni tíð orðið vinsælasta mantra þeirra sem hafa mikla þörf til að deila sérkennilegum og oftar en ekki afar ógeðfelldum skoðunum með öðrum, aðallega á internetinu. Þar á eftir koma frasar eins og „þöggun“ og „ritskoðun“ sem fylgja alltaf þegar sérkennilegu skoðanirnar fá ekki þær undirtektir sem viðkomandi vonaðist eftir. Tjáningarfrelsi þrífst hins vegar afar sjaldan í tómarúmi, oftast beinist tjáningin að einstaklingum eða hópum manna sem hafa líka sinn rétt. Þannig er til að mynda mælt um sérstakar takmarkanir á því að tjá fordóma í garð fólks vegna kynhneigðar þeirra í 233. gr. almennra hegningarlaga. Einnig verður að geta þess að í 17. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu er sleginn varnagli gegn því að réttindi sáttmálans, eins og tjáningarfrelsið, sé misnotað gegn öðrum réttindum. Menn geta því ekki haldið því fram að réttur þeirra til að viðhafa fordóma eða hatursfulla orðræðu í garð samkynhneigðra gangi framar réttindum þeirra sem tilheyra samfélagi samkynhneigðra. Það verður því afar athyglisvert að skoða röksemdir lögreglunnar og ríkissaksóknara ef þetta mál verður fellt niður á endanum. Og þótt þessi andstyggilegu ummæli reynist vera innan marka tjáningarfrelsisins þá er því ekki að neita að þau vekja ekki síður stórar spurningar um persónuleika þeirra sem þau skrifuðu. Það má meira að segja færa rök fyrir því að þeir sem skaðist mest séu ekki skotmörk þessara vitlausu ummæla heldur fólkið sem lét þau út úr sér og opinberaði þannig fordóma sína og frámunalega forheimskun. Það er hins vegar alltaf til bóta þegar dómstólar skýra stjórnarskrána betur og því jákvætt að Samtökin '78 reyni að fá úr því skorið fyrir dómstólum hvort ummælin fari út fyrir mörk tjáningarfrelsisins. Enda löngu tímabært að æðsti dómstóll landsins svari spurningunni: Hversu ömurlegt má fólk vera?
Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun