Bíó og sjónvarp

Craig útilokar að halda áfram sem Bond: „Myndi frekar skera mig á púls“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Daniel Craig
Daniel Craig Vísir/getty images
Daniel Craig hefur nú komið fram og gefið mjög sterklega til kynna að hann muni ekki leika James Bond lengur.

Nýjasta myndin Spectre verður frumsýnd um heim allan eftir nokkrar vikur en Craig segir í samtali við Time Out magazine að aðeins peningar geti fengið hann aftur á settið.

Þessi 47 ára leikari hefur nú leikið í fjórum James Bond myndum og þykir hann hafa staðið sig einstaklega vel.

„Eins og staðan er núna þá myndi ég frekar skera mig á púls en að leika í annarri Bond-mynd,“ segir Daniel Craig.

„Þetta er komið gott og núna vil ég bara halda áfram með minn feril.“

Aðrir miðlar höfðu áður greint frá því að Craig myndi halda áfram sem James Bond en leikarinn virðist hafa dregið af allan vafa um það mál.

Sjá einnig: Craig er hvergi nærri hættur sem James Bond

Þeir sem hafa verið nefndir til sögunnar sem arftaki Craig eru Damian Lewis, Idris Elba og Tom Hardy.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×