Húsleitir hjá Volkswagen Finnur Thorlacius skrifar 8. október 2015 14:13 Höfuðstöðvar Volkswagen eru í Wolfsburg. Þýsk dómsyfirvöld gerðu húsleit í höfuðstöðvum Volkswagen í Wolfsburg og víðar í starfsstöðvum fyrirtækisins á fimmtudaginn í síðustu viku. Var það gert í þeirri von að það mundi varpa ljósi á hverjir helst bera ábyrgðina á dísilvélasvindli því sem Volkswagen hefur orðið uppvíst af og hvernig var að því staðið. Dómsyfirvöld í Þýskalandi hófu rannsókn í síðustu viku á svindlinu eftir að hafa fengið kvartanir bæði frá almenningi og starfsfólki innan raða Volkswagen fyrirtækisins um þetta ráðabrugg yfirmanna Volkswagen. Iðnaðarráðherra Þýskalands hefur lagt áherslu á það að starfsfólk Volkswagen gjaldi ekki fyrir þetta svindl og að Volkswagen verði að gæta þess í hvívetna í viðleitni sinni til að leiðrétta mistök sín. Það sé ekki á þeirra ábyrgð að einhverjir yfirmenn Volkswagen skuli hafa tekið þessa ákvörðun. Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent
Þýsk dómsyfirvöld gerðu húsleit í höfuðstöðvum Volkswagen í Wolfsburg og víðar í starfsstöðvum fyrirtækisins á fimmtudaginn í síðustu viku. Var það gert í þeirri von að það mundi varpa ljósi á hverjir helst bera ábyrgðina á dísilvélasvindli því sem Volkswagen hefur orðið uppvíst af og hvernig var að því staðið. Dómsyfirvöld í Þýskalandi hófu rannsókn í síðustu viku á svindlinu eftir að hafa fengið kvartanir bæði frá almenningi og starfsfólki innan raða Volkswagen fyrirtækisins um þetta ráðabrugg yfirmanna Volkswagen. Iðnaðarráðherra Þýskalands hefur lagt áherslu á það að starfsfólk Volkswagen gjaldi ekki fyrir þetta svindl og að Volkswagen verði að gæta þess í hvívetna í viðleitni sinni til að leiðrétta mistök sín. Það sé ekki á þeirra ábyrgð að einhverjir yfirmenn Volkswagen skuli hafa tekið þessa ákvörðun.
Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent